16.5.2008 | 22:56
Nýja bloggið mitt!
Ekki átti ég von á að ég ætti eftir að blogga en ég er að gera svo spennandi hluti að ég ákvað að halda dagbók um þá (vonandi að ég haldi það út). Þar sem ég þykist vera í takt við tímann þá heldur maður auðvitað dagbók á netinu sjánalega öllum, eða er það ekki?
Forsagan að blogginu mínu er sú að í janúar síðastliðnum ákvað maðurinn minn fyrrverandi að yfirgefa mig. Um það bil viku seinna ákvað ég að það væri ekki heimsendir. Í þessari stöðu eru sennilega bara tvær leiðir, leggjast í sorg og sút eða halda áfram með lífið. Ég valdi þá seinni.
Tveimur sólahringum eftir að það var endanlegt að eiginmaðurinn til 21 árs ætlaði að fara frá mér fór ég í göngu eftir enn eina svefnlausa nótt. Ég gekk um bæinn og allt í einu blasti við mér hús í byggingu. Auðvitað vissi ég af þessu húsi en hafði ekki verið að leita mér að húsi fram að þessu og því ekkert að spá í það. Á þessu andartaki ákvað ég að kaupa húsið. Ég hringdi í pabba til að athuga hvort hann væri ekki til í að verja hluta af sumrinu hjá mér við að klára að standsetja húsið. Auðvitað var pabbi til í það. það var því ekkert annað að gera en ganga í að kaupa húsið. Það gekk nú ekki alveg snuðrulaust fyrir sig. Fyrst fékk ég rangar upplýsingar varðandi lánamál og gerði kauptilboð sem ég gat ekki staðið við. Það tók rúman mánuð að finna út úr því en það gekk því foreldrar mínir lánuðu mér veðí sínu húsi. Það þurfti að taka ákvörðun um á hvaða byggingarstigi átti að kaupa húsið og niðurstaðan var sú að kaupa það tilbúið undir tréverk.
Næst var að finna innréttingar. Ég var strax ákveðin í að kaupa eldhúsinnréttingu frá Ikea. Ég fór þangað með tillögu sem ég hafði gert og henni var breyt og húnlagfærð í samræmi við ráðleggingar starfmanna þar. Þegar þessu var lokið var tillögunni minni hent! Já bara sí svona, ekkert til á blaði um það hvernig innréttingin átti að vera. Núna er búið að teikna aftur eldhús og vonandi að það sé klárt því nú fer að styttast í að ég þurfi að fá innréttinguna.
Næst var að finna baðherbergisinnréttingu og var það erfiðast því ég fann ekkert sem mig langaði í. Niðurstaðan varð sú að ég kaupi eldhúsinnréttingareiningar sem eru eins og eldhúsinnréttingin. Ekki gekk vandræaðalaust að finna hurðir sem mig langaði í en að lokum sættist ég á hurðir hjá Agli Árnasyni. Ég fékk tilboð í þær en gat ekki pantað þær fyrr en tveimur mánuðum seinna. Mér hafði verið lofað að verðið myndi ekki breytast þar sem það lá fyrir að ég gæti ekki pantað strax. En viti menn. Hurðirnar voru pantaðar í síðustu viku og höfðu hækkað um 31% frá fyrra tilboði.
Húsið var svo afhent miðvikudaginn 7. maí og mikil gleði. Ég var langt komin með að sparsla og pússa en fékk málara til að fínpússa gifsið fyrir mig.
Vinkonurnar Tobba, Helen og Sigrún komu til mín um hvítasunnuna og við fórum langt Það var þó ein umferð eftir og fór ég langt með hana á annan í hvítasunnu. Jóhanna dóttir mín hefur verið dugleg síðan og kláraði að mála í gær með aðstoð Karenar vinkonu sinnar.
Miðvikudagskvöldið var svo hafist handa við að parketleggja. Binni vinur Erlings sonar míns hjálpaði mér af stað (fyrst fengum við þó ómetanlegar ráðleggingar frá Bóbo pabba Binna).
Ég brasaði ein í parketinu í gær og aftur í dag og komst bara nokkuð langt. Þetta er ferlega spennandi og skemmtilegt. Það er svo gaman að sjá húsið vera að fá karakter. Það breyttist heilmikið við að mála en þegar það er að koma mynd á gólfin líka.... það er alveg frábært.
Ekki meira í kvöld.
Góða nótt
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggið ég byrjaði að blogga núna 11 mai 2008, ekki minn stíll en því ekki að prufa, geri þá ekki annað en að hætta.
Já og til hamingju með húsið og vinnuna,.
Aprílrós, 16.5.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.