Loksins

Loksins tími til að vinna í húsinu. Það er alltaf brjálað að gera síðustu dagana fyrir útskrift og í ofanálag var ég búin að trassa eitt og annað sem þurfti að klára. Svo var ég að útskrifa dóttur mína úr grunnskóla. Skrítið að næsta vetur á ég ekkert barn í skólanum þar sem ég kenni.

Ég var að flísaleggja um helgina. Það gekk ekkert mjög hratt en ég kláraði herbergið hans Erlings í gær. Ég byrjaði á þvottahúsinu í dag. Ég var búin að kaupa z lista til að setja á milli parketsins og flísanna. Ég fann ekki járnsögina mína sem betur fer. Það var verið að vinna í húsinu við hliðina á mér og ég ákvað að athuga hvort ég fengi ekki lánaða sög þar. Það stóð ekkert á því. Ég veit ekkert hver strákurinn er sem lánaði mér sögina, en hann er útlenskur. Smá stund kom hann yfir til mín og sá að ég var að gera tóma vitleysu og leiðrétti mig, sem betur fer. Það var mesta basl að koma þessum lista niður. Ég er samt að vona að þetta sé í lagi. Núna man ég ekki hvort ég ætlaði að hafa þröskuld eða fellilista á forstofuhurð. Þarf a´finna út úr því fyrir morgundaginn svo ég geti byrjað á forstofu.

Berglind og Auðun kíktu í gærkveldi. Fyrsta ferð Auðuns til að skoða .Helgin 31 maí. 001

Palli á móti kom og gaf mér ráðleggingar varðandi að mæla fyrir sólbekkjum. Seinni partin var ég svo að vandræðast með hvernig ég ætti að hafa flísarnar í forstofunni, langs eða þvers. Hringdi í Lilju og hún var alveg ákveðin þvers. Ég er sammála henni þ.a. Lilja þvers verður það.

 Helgin 31 maí. 002Helgin 31 maí. 007

Svo var síðasta úrlausnarefni dagsins (margar ákvarðanir að taka um smæstu mál). Átti ég að taka endaflísina í tvennt, eins og á að gera eða leyfa mér að vera með bút í annan endann. Palli og Stebbi Páls voru fyrir utan hjá Palla og greinilega komnir langt með að leysa heimsgátuna og því kallaði ég í þá og fékk ráðleggingar. Það skilaði heilmiklu því þeir höfðu auðvitað heilmikið til málanna að leggja. Takk strákar.

 Helgin 31 maí. 004Helgin 31 maí. 005

Erling kom svo og hjálpaði í kvöld.

Góða nótt

Anna Magga 

Helgin 31 maí. 006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband