Bara gaman

Ég fór til tannlæknis í dag og það er svo sem ekkert gaman. Að vísu er hann Ingimundur ósköp indæll og ekkert slæmt að sitja í stólnum hjá honum og slappa af. Ferðalagið héðan frá Blönduósi og á Sauðárkrók er það sem var svo gaman. Ég ákvað að fara á vespunni minni. Ég held að vinnufélögunum hafi ekki alveg litist á þetta en ég fór varlega (fer alltaf varlega). Ég var ekkert svo lengi. Klæddi mig vel og þeysti svo af stað. Þetta er hið endanlega frelsi. Veðrið frábært, fjallasýn í allar áttir, þetta er að lifa. Ætli endi ekki með að ég fái mér alvöruhjól. Takk Jón Páll fyrir að benda mér á þennan ferðamáta. Ég vakti mikla athygli sá ég og best var á bensínstöðinni. Ég ákvað að taka bensín á Króknum þó ég hafi verið alveg viss um að komast heim á því sem var á hjólinu en betra að vera öruggur. Ég keypti mér drykk í leiðinni og sagði svo við afgreiðslustelpuna að ég væri með bensín á dælu 4. Hún trúði greinilega ekki alveg því sem hún sá því hún spurði hve mikið ég hefði tekið. 330 kr. Já 330 kr. Svona magn taka ekki margir þessa dagana.
kv.

Anna MaggaHjólið og ég 003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa lesið fréttir á mbl.is í morgun (3.06.) þá er ég nú fegin að þú hittir ekki ísbjörninn á leiðinni! En frábært annars að í svona góðu veðri að skutlast svona á milli staða.

kv

Hrefna 

Hrefna Ara (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband