15.6.2008 | 20:05
Sunnudagur
Í gær var önnur hliðin af eldhúsinnréttingunni sett saman. Það tók nokkuð langan tíma að koma þessu fyrir þannig að það væri nógu rétt fyrir pabba. Hér eru viðhöfð almennileg vinnubrögð! Við getum ekki byrjað á hinni hliðinni því það vantar rafvirkja. Hann ætlar að koma annað kvöld. Dósin fyrir eldavélina lendir við samskeyti milli skápa þ.a það þarf eitthvað að laga það. Ég sendi pabba heim um kvöldmat en fór sjálf aftur og nánast kláraði að flísaleggja forstofuna. Var að til klukkan eitt eftir miðnætti og gat ekki boðið nágrönum upp á að saga flísar á þeim tíma.
Hér er verið að mæla og bera lóðbretti við. Ég lá meiri hluta dagsins á gólfinu við að skrúfa fram og til baka. Pabbi tók eina mynd af mér en fékk að taka aðra með kaffikönnuna við hliðina á mér til að árétta að hann fengi ekki að fara í kaffi.
Hái var að slá í næsta húsi og rak inn nefið. Við erum búin að setja saman nokkrar skúffur og ein er kominn á sinn stað. Það voru líka settir einir 5 fataskápar saman en ekki hægt að koma þeim á sinn stað þar sem það vantar lista upp við vegg. Vona að ég geti fengið þá hjá Stíganda sem allra fyrst. Pabbi vildi fá klósett í húsið þ.a. það er búið að setja það upp til bráðabrigða. Við settum frontana vitlaust á og gátum ekki fundið út hvernig átti að ná þeim af aftur. Auðun í næsta húsi kom og rifjaði þetta upp. Sennilega er niðurstaðan sú að það var heilmikið gert í dag.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.