17.6.2008 | 01:46
Mánudagur
Langur og strangur dagur. Ætlaði ekki að nenna að setja afrek dagsins niður en ég veit að mamma les á hverjum degi þ.a. fyrir þig mamma.
Talsvert sem við komum í verk í dag. Ég var mætt niður í Stíganda til að fá þá til að gera eitt og annað fyrir mig kl 8 í morgun og var að koma heim rétt í þessu þegar klukkan er hálf tvö. Það er mikið að gera hjá þeim í Stiganda þ.a. að þeir komast ekki í að hjálpa mér alveg strax en miskunnuðu sig yfir mig og söguðu listana fyrir sólbekki. Sigurjón kom í morgun með vörur.
Við fundum út úr hvernig á að setja sóplista á. Notum spennur sem eru ferlega sniðugar sérstaklega þar sem það er ekkert mál að taka listana af aftur t.d. þegar er málað.
Hólmfríður og Inga komu við og tóku myndir en það gleymdist að taka myndir af þeim, sorry stelpur.
Rafvirkinn mætti í kvöld og byrjaði aðeins. Hann ætlar að halda áfram á morgun. Erling kom líka og setti saman nokkrar skúffur.
Pabbi var búin að velta mikið fyrir sér hvernig ætti að setja sólbekkina á. Það er verið að nota allt aðrar aðferðir en þegar hann var í þessu. Það fannst út úr því og einn sólbekkur er tilbúin til límingar. Ég skilaði pabba heim um kl 10 í kvöld og fór þá í að flísaleggja baðið. Er rúmlega hálfnuð. Þannig að margt gerðist í dag.
Góða nótt
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þarf að fara að drífa mig að kíkja á herlegheitin! Gaman að fylgjast með :)
Hugrún Sif (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.