17. júní

Það er reyndar komin 18. júní og í dag eru nákvæmlega 20 ár síðan að við Höskuldur giftum okkur. Þetta hefur leitað talsvert á hugan í dag og gert daginn fremur erfiðan. Ekki bætti úr skák að ég fékk fréttir sem ekki komu á óvart en  voru sárar. Það er með ólíkindum hve það þarf lítið til að rugga bátnum þegar maður er illa fyrir kallaður.

Annars var dagurinn nokkuð góður. Ég var beðin um að halda hátðiarræðu í dag og ákvað að gera það. Reyndar ætlar Gilsi að hjálpa mér með innihurðirnar í staðin, kaup kaups. Þannig ganga allir hlutir þessa dagana. Ég læt ræðuna fylgja hér að neðan. Ein mynd af mér og pabba og ERling sem fánabera þó hann sjáist ekki vel.

Við komum neðir skápum saman í dag í seinni lengjunni í eldhúsinu og erum búin að koma upp einum skáp en verðum sennielga fljót að koma hinum upp. Ég ætlaði að reyna að komast lengra með baðherbergið en kláraði flíslímið þ.a. það er í biðstöðu til morguns. Erling átti að fúga herbergið sitt og hann hafði talsvert fyrir að hræra fúguna en þegar allt kom til alls hafði ég keypt lit sem var alveg hræðilegur og hann fer í ruslið. Það þarf sum sé að kaupa fúgu á morgun.

Því var sjálfhætt um miðnætti.

17.júní 2008 00217.júní 2008 00417.júní 2008 00617.júní 2008 008

Góða nótt

Anna Magga 

Góðir samborgarar. Þegar ég var beðin um að ávarpa þessa samkomu var fyrsta spurning,  um hvað á að tala á 17. júní? Ég leitaði ráða hjá föður mínum sem er staddur hjá mér núna. Hann hafði að sjálfsögðu skoðun á því eins og öðru. Þar sem ég fer eftir því sem hann faðir minn segir mér í einu og næstum öllu þá ætla ég að reyna að fylgja ráðum hans.  Hvers viljum við helst minnast á þessum degi? Af hverju erum við yfir höfuð að halda hann hátíðlegan? Í mínum huga snýst þessu dagur um frelsishetjurnar okkar. Ætli það sé til sá Íslendingur sem ekki er stoltur af frelsishetjunum okkar. Mönnunum sem sáu til þess að við erum sjálfstæð þjóð í dag. Mönnunum sem áttu sér hugsjón og lögðu ómælda vinnu á sig til að íslendingar yrðu sjálfstæð þjóð. Mönnunum sem lögðu grunninn að þeirri auðlegð sem við búum við í  dag. Foreldrar mínir eru bæði fædd árið 1944 og tilheyra því fyrstu kynslóð sjálfstæðra íslendinga.  En um hvað snýst það að vera sjálfstæður íslendingur? Er það að vera eins og Jónas Hallgrímsson og semja falleg ljóð um okkar ástfögru ættjörð og berjast fyrir málstað sem maður trúir á? Er það að vera eins og Einar Benediktsson og vera stórhuga og vilja jafnvel selja Gullfoss til að tryggja íslendingum auðlegð? Er það að vera eins og Jón Sigurðsson og berjast fyrir sjálfstæði Íslands. Er það að vera kaupsýslumaður og eiga hlut í erlendum stórfyrirtækjum? Sennilega sér það hver með sínum augum.  Í mínum huga snýst það að vera sjálfstæður íslendingur um að trúa á sjálfan sig, gera gott úr því sem maður hefur, selja ekki sálu sína, hvorki fyrir auðlegð né frægð og frama og hlúa að sér og sínum. Ég trúi því að til að geta hlúð að fólkinu sem í kringum mann er þurfi fyrst að hlúa að sjálfum sér. Ég trúi því að til að farnast vel þurfi maður að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera. Ég trúi því að það þurfi að hafa kjark til að framkvæma það sem mann langar til. Kjark eins og frelsishetjurnar okkar höfðu. Þær framkvæmdu og uppskáru. Að því búum við í dag.   Ég trúi því að til að vera sannur Íslendingur þurfi að hlúa að umhverfi sínu. Til að gera það þarf að byrja heima í sínum eigin reit.  Ég trúi því að ef hver og einn vill vera sjálfstæður Í slendingur án þess þó að ganga á rétt annarra muni okkur farnast vel. Við eigum eitt fallegasta land í veröldinni. Við eigum eitt ósnortnasta land í veröldinni. Þannig viljum við hafa það áfram því við erum sjálfstæðir Íslendingar. Gleðilega þjóðhátíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mátti til með að segja þér að ræðan þín var mjög fín. Er annars alltaf á leiðinni í heimsókn - einhvern veginn er dagurinn alltaf fokinn frá mér.

Í dag steikti ég t.d. fiskibollur úr 6 kg af ýsu... Það kom reyndar ekki til af góðu - sú saga fer ekki á prent Sjáumst fljótlega

Berglind (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband