18.6.2008 | 23:36
18. júní
Einn erfiðasti dagur síðan að ég skildi. Það eru 20 ár síðan að hann faðir minn leiddi mig upp að altarinu. Fremur kaldhæðnislegt í ljósi atburða Gróa á Leiti líka í essinu sínu þessa dagana. Ég vona að hún fari ekki mjög illa með börnin mín.
Ýmislegt sem gerðist í dag. Gilsi stóð við gerða samninga og kom til að setja í hurðir. Hann kenndi mér að setja saman hurðarkarminn og við ákváðum að máta eina hurð til að sjá hvernig þetta færi en þá kom babb í bátinn. Það voru allar hurðirnar vittlausar nema 2. Ekki nóg með það þá passa karnarnir ekki heldur. Er ætlast til þess að ég sagi neðan af þeim? Það eru fellilistar (listi sem er undir hurðinni sem einangrar) á hurðunum og það þýðir það að karnarnir og hurðirnar leggjast ofan á gólfið. Sem sagt allt í sömu hæð ( eða er það ekki?) alla vega segja mér smiðirnir sem ég er að ráðfæra mig við það. Það á að flytja inn eftir um það bil viku en það tekur 2-3 að fá hurðar. Ekki víst að börnin verði ánægð með að flytja inn í hurðarlaust hús. Við erum ekki einu sinni með nothæfa wc hurð.
Á tímabili í kvöld var ekki verfótandi fyrir iðnaðarmönnum í húsinu. Tveir smiðir og einn rafvirki og Jóhanna að þrífa fúgu. Sem sagt allt á fullri ferð.
Jóhanna var be'in að leggjast á það sem afi hennar var að saga og tók það mjög bókstaflega!
Kristján frændi minn sagaði fyrir mig borðplötuna í eldhúsið og pabbi var eins og barn í leikfangaverslun að skoða öll þessi nýtískulegu tæki og tól í Stíganda. Allt tölvustýrt eins og hann sagði.
Einnig kom í ljós að þó þeir séu algjörir snillar hjá Ikea þá eru þeir ekki óbrigðulir því skápurinn yfir viftunni er bölvað maus. Það þarf að taka úr honum botninn og ef maður gerir þetta eins og þeir ætlast til þá fer heill 60 cm skápur undir barka og virftuna. Við þurfum sem sagt að taka eftir skápana niður og fin út úr þessu viftudæmi.
Ekki meira í kvöld engar myndir því ég gleymdi vélinni á Smárabrautinni.
Góða nótt
Anna Magga
P.s. Vilborg systir ætlar að koma á laugardaginn. Hvar væri ég stödd ef ég ætti ekki eins frábæra fjölskyldu og ég á!
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.