20. júní

Ég gaf mér ekki tíma til að skrifa í gær. Var alveg úrvinda en ákvað að henda inn myndum. Það gekk nokkuð vel. Við kláruðum sólbekkina. Alltaf frábært þegar eitthvað klárast og þarf ekki að hugsa um meira. Það er líka svo gott þegar eitthvað dót er frá því þá minnkar aðeins dótið sem maður er að detta um.

Ég fór í uppáhalds verslunina mína í gær og hitti þar uppáhalds sölumennina mína, Svan og Þorra. Þorri seldi mér úrsnag og vissi alveg hvað það er!

Sigga kom og hjálpaði mér. Takk fyrir það Sigga. Hvar væri maður staddur ef maður ætti ekki svona vini!

Jóhanna hélt áfram að fúga og stóð sig vel í því. Henni finnst gaman að drullumalla með fúguna.

18.19,20 júní 2008 01418.19,20 júní 2008 01518.19,20 júní 2008 01618.19,20 júní 2008 018

Ég hringdi í hana Sædísi sem á gróðrarstöðina Gleim-mér-ei og ætlaði að kaupa alaskavíði í kringum lóðina. Hún var nú ekki alveg á því og vildi selja mér hreggstaðavíði og það varð niðurstaðan. Ég keypti líka rifs og sólberjarunna. Ég þurfti að stika lóðina til að finna út hve margar plöntur þyrfti og Jóhönnu fannst ég fremur hallærisleg og tók myndir af henni móður sinni.

18.19,20 júní 2008 02018.19,20 júní 2008 02118.19,20 júní 2008 02318.19,20 júní 2008 025

Það var gestkvæmt í gær. Palli Marteins leit við og hafði áhyggjur af því að ég væri búin að eyðileggja viftuskápin samanber blogg fyrir nokkrum dögum. Hann sagði mér að þetta er eins og það á að vera því viftan þarf að taka loftið í gegnum sig þar sem það er ekki gert ráð fyrir barka út. Takk Palli. Það er gott að vera með virka eftirlitsmenn. Næst á dagskrá er að mæla fyri vaski og helluborði og pabbi leggur ekki í það. Spurning með að fá einhvern góðan í það! Er einhver sjálfboðaliði þarna úti? Það sem meira er, stingsögin mín er alveg að deyja. En ég þarf svo sem að kaupa nýja. Það er ekki hægt að eiga ekki stingsög.

18.19,20 júní 2008 026

Ég fékk lánaða kerru hjá Guðjóni og hann var rosa fyndin eins og vanalega. Hann hengdi kerruna aftan í bílinn hennar Siggu, en var staðin að verki. 

18.19,20 júní 2008 027

Að síðustu er hér ein mynd af aðal mótorhjólagellunum í bænum.

Kveðja

Anna Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margret Valgeirsdóttir

Gaman að heyra í þér.

Ég skal skila kveðju. Ef þú ert á ferðinni á lítur þú inn.

Kv

Anna Margret

Anna Margret Valgeirsdóttir, 21.6.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband