21.6.2008 | 22:49
21. júní
Enn einn dagurinn að kvöldi komin. Vaknaði kl 6 í morgun og ákvað að það væri miklu nær að fara að vinna en velta sér upp úr leiðinlegum hugsunum. Fór langt með að flísaleggja baðið áður en aðrir vöknuðu.
Við pabbi settum upp skápinn inni hjá Erling og núna er hans herbergi alveg tilbúið. Bara eftir að raða inn í skápinn og flytja inn í það.
Við kláruðum líkað að setja upp skápinn í forstofuna og röðuðum öllum skápunum upp í stærra svefnherbergið. Þar með fundum við skakka vegginn! Húsið er mjög beint og meira og minna réttur halli á öllu sem auðveldar alla uppsetningu á innréttingum en milliveggurinn í svefnherberginu er skakkur svo munar hátt í sentimeter. Það flækir málin aðeins en það þarf að setja fellilista þar inn báðu megin og það þarf að laga hann til.
Ég fór í Krák í dag eins og aðra daga og var að hrósa Þorra og Svani. Hái fékk mig til að reyna að kaupa af þeim dropa í hallamál. Þeir sáu við mér (og Háa).
Tobba vinkona var að fara á Akureyri og stoppaði og pakkaði í þó nokkra kassa. Takk Tobba.Ekki amalegt að fá svona sendingar. Gróf restina.
Inga Sig er á fótboltamóti hér og kíkti við. Hún og Tobba voru nýttar í að koma upp öðrum stóra skápnum. Ekki veitti af.
Þ.a. mikið sem gerðist í dag og gestkvæmt.
Góða nótt
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dugleg ertu, datt hér inn fyrir tilviljun og fór að lesa. Hafðu ekki áhyggjur af Gróu gömlu, naggið hennar gerir þeim ekkert sem hefur góða samvisku.... og það hefur þú.
., 22.6.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.