24.6.2008 | 20:02
24. júní
Það gekk ágætlega í dag. Við kláruðum að setja skápana á klósettið. Hallinn á öðrum er ekki alveg réttur og er hann í gerjun. Pabbi mun detta niður á lausnina en þurfti að hugsa það aðeins. Pabbi er byrjaður á að smíða kassann utan um klósettkassan. Ég er búin að vera í símanum meira og minna í allan dag. Þurfti að hringja í Ikea því það vantar eitt og annað. Talaði við uppáhalds sölumanninn minn hana Guðlaugu. Hún er alveg sérlega liðleg og elskuleg. mæli með henni. Það tók þó allt of langann tíma.
Hurðarmálið er ekki ennþá komið á hreint. Mér heyrist ég þurfi að taka skellinn en ég er ekki alveg sátt við það því máltökublaðið sem ég skrifaði undir er rétt. Þetta kemur allt í ljós en sennilega flyt ég inn í hurðarlaust. Baðkarið mitt er ennþá einhverstaðar í hafi. Vonandi kemur það á morgunn eða hinn. Berglind kom og hjálpaði heilmikið. Inga kom líka og var í næstum allan dag og hjálpaði líka mikið. Takk stelpur. Hún tók til og það er allt annað að líta yfir íbúðina. Hrefna Ara kom og bauð mér reinitrésplöntur og jarðaberjaplöntur og auðvitað þigg ég það. Takk fyrir. Palli Marteins kom seinni partinn og sagaði úr fyrir vaskinn og helluborðið fyrir mig. Takk fyrir það. Siðurgeir er að fara á fullt í rafmagninu.
Þetta eru svona helstu tíðindi dagsins. Mikið þó eftir en ekki svo margir dagar. Það sem þó skiptir mestu er að fá klósett og vatn í eldhúsið og hurð fyrir klósettið. Ef ekki annað þá verður pissað fyrir opnum tjöldum!
Skrapp í Krák og keypti mér ketil. Klukkan var að verða 5 og Þorri og Svanur voru farnir að sakna þess að sjá mig.
Pabbi týndi tommustokknum en hann var auðvitað rétt við fæturna á honum. Klósettið var tekið af og hent út í garð. Mér fannst þetta svo fynin uppstilling að ég varð að festa þetta á mynd. borð og stóll út á palli og klósett.
Gilsi kom í kvöld til að mæla hve mikið þyrfti að taka af körmunum. Ég fór að ræða stóra viftumálið við hann og hann stóð á því fastar en fótunum að það þyrfti að taka úr skápnum þa við skoðuðum viftuna og það lítur út fyrir að hann hafi rétt fyrir sér.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ
frábært að allt gengur vel.
hlakka til að sjá ykkur öll um helgina!
Erla Björk
Erla Björk (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.