26.6.2008 | 19:56
26. júní
Núna er ég að verða alvarlega þreytt. Fór heim kl sex og lagði mig í smá stund því ég var alveg búin á því. Farin að vera pirruð út í smáhluti. Hef ekki verið það í langann tíma.
Setti eldhúsvaskinn í og það var ferlegt bras því spennurnar sem halda honum ná ekku utan um borðplötuna og þverlistann í skápnum sem hlýtur alltaf að vera. Ég þurfti þess vegna að taka úr þeim og þetta var allt of tímafrekt en tókst allt og vaskurinn er fínn.
Við pabbi kláruðum að setja aftur upp viftuskápinn. Hann er fínn núna. SEm betur fer varég ekki byrjuð að flísa því Hafsteinn rafvirki kom til að finna lausnir á rafmagnsvandamálinu sem var að þvælast fyrir Sigurgeir. Hann setur auka barka í gegnum kassann góða þ.a. það þarf ekki að saga í sundur loftið mitt góða en það var það sem Sigurgeir hélt.
Berglind kom og færði okkur gómsæta gulrótarköku. Jóhanna var með henni.
Ég tók mynd af uppáhalds sölumönnunum mínum í dag loksins að ég mundi eftir að taka myndavélina með. Þeir standa sig alltaf jafn vel!
Ég finn ekki festingarnar fyrir viftuna og það er ekki nógu gott. Er einhver þarna úti sem er mjög fundvís. Bjór í boði fyrir þann sem finnur!
Myndir seinna í kvöld vonandi.
Ég þarf að fara að flísa kassann góða og koma Erling og Jóni Gísla af stað. Þeir ætla að stinga upp torfið til að Stebbi Páls geti mokað fyrir trjánum mínum. Hann ætlar að koma annað kvöld.
Jæja búin að flísa einsog hægt er og klukkan orðin 1 eftir miðnætti. Þetta var rosalega seinlegt en held þetta hafi tekist þokkalega.
Pabbi var að kvarta yfir að ég hefði ekki sagt frá flutningunum á hurðarkörmunum mínum. Guðjón kom til að flytja þá en var með gúmmíbátinn á kerrunni og karmarnir voru settir þar ofan á. Pabbi er alveg viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem hurðarkamar hafa verið fluttir á gúmmíbát. Skilst það sé mikið að gera hjá Stíganda og þeir hafi illa og ekki tíma til að saga karmana mína. vona að ég fái að minnsta kosti einn fyrir wc. Ef ekki þá á ég eina spónaplötu og lamir.
Guðjón kom við og vildi kaupa vespuna mína. Glætan eins og hún sé til sölu! Ekki fyrr en ég fæ mér mótorhjól sem verður örugglega einhverntíma!
Erla Björk og Jón Páll komu í kvöld.
Jæja ætla í pottinn í smá stund. Myndir í fyrramálið.
Góða nótt
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.