28.6.2008 | 08:52
27. júní
Síðasti dagur. Allt á fullu og verið að til kl 11. Ég var of þreytt til að skrifa. Ég er ekki viss um að ég gæti mikið fleiri daga. Andlega álagið er líka allt of mikið. Ég sef ekki vel (geng fyrir svefnlyfjum í bili), hef litla list á mat og er að léttast allt of mikið. Þarf að komast til mömmu eða eitthvað til að safna þreki bæði andlegu og líkamlegu.
Það sem gerðist í gær var ekkert smá. Píparinn kom og ég verða ð segja það að ég mæli með N1 píðara. Þeir eru frábærir báðir og það er ekkert til sem heitir vandamál. Það er allt leyst. Það var tengdur eldhúsvaskur, klósett (þarf að vísu að laga það og það skrifast alfarið á minn reikning), tengingar fyrir þvottavél og uppþvottavél, kranar fyrir baðkar voru færðir og baðvaskur var tengdur. Þetta er ekkert smá fyrir einn dag.
Ég sagaði sjálf fyrir baðvaskinum og það gekk vel. Lærði aðferðina af Palla Marteins um daginn. Eitt og annað sem ég hef lært upp á síðkastið.
Þórhalla og Sigga komu seinnipart og settu saman fyrir mig húsgögn. Inga bættist svo í hópinn. Sigurgeir var í rafmagninu og Stebbi Páls kom og gróf fyrir trjáplöntunum. Svo leit hann inn og hjálpai mér að setja 2 hurðarkarma í. Gilsi minn ég varð að leita annað!
Valli og Vilborg litu aðeins við.
Hilmar leit svo við seint í gærkveldi og ég mér fannst þetta vera tilfinningaþrungið hjá honum að skoða að ég held eitt að síðustu afrekum pabba síns (vona að ég megi segja það Hilmar).
Jón Páll tengdasonur var á fullu í einu og öðru, samsetningum, tiltekt á bílskúr og fleira. Hann er greinilega mikill snyrtipinni. Erla Björk var á Hólabrautinni að pakka niður. Góður hluti af fataskápnum mínum er kominn á Smárabrautina og beint inn í skáp.
Held ég sé ekki að gleyma neinu.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.