14.7.2008 | 15:51
14. júlí
Hef lítið bloggað um húsið. Ég er búin að vera á fullu síðan ég kom heim og ekki nógu dugleg að taka myndir. Hef verið að reyna að setja plönturnar niður en það þarf að moka ofan í skurðin og það tekur sinn tíma. Síðan ætlaði ég að einhenda mér í að flísa baðið en flísarnar komu ekki fyrr en tveimur dögum seinna en þær áttu að koma. Var að vinna alla helgina þ.a. það var ekki mikið gert. Þurfti því að bretta upp ermar í gær. Svaf ekki nema 5-6 tíma í fyrrinótt og var svo að flísa til kl 3 í nótt og var byrjuð kl 7 í morgun því ég var að vonast eftir pípara í dag. ég vildi amk vera búin með mitt. Er síðan búin að vera að flísa í dag. Sigurgeir kom í dag og er að vinna í húsinu og vonandi getur hann fundið út úr símanum þ.a. það verði hægt að horfa á fréttir í kvöld. ég er komin með loftnet en það næst ekkert merki. Sennilega er það af því að húsið á Sunnubrautinni er svo stórt og alveg í línu við Hnjukana þ.a. ég fæ ekki merki. Hvað eru menn að hugsa að leifa svona stórt hús innan um öll hin litlu?
Píparinn var ekki komin þegar ég fór úr húsi þ.a. ekki bað í kvöld. Vona að ég sé ekki farin að lykta mjög mikið!
Tengdi þvottavélina í gær og gat þvegið í fyrsta sinn. Þetta er allt að gerast.
Nokkrar myndir.
Hildur kom og kíkti á mig á laugardaginn.
Þó nokkrir nefndu það við mig að ballinu að þeim langaði að koma og sjá hjá mér. Allir velkomnir að kíkja. Að vísu verður komin meiri mynd á þetta þegar fer að nálgast helgina.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er ekkert smá kraftur í þér KONA, til hamingju með þetta allt dugleg stelpa kk s helga s
Sigríður Helga Sig (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.