Sími (net) bað og hurðir

Nú er allt að gerast. Rafvirkinn kom í gær og tengdi netið börnunum til mikillar ánægju. Ég skrapp í búðina og ákvað að fara upp í skóla og blogga í leiðinni. Þegar ég kom heim var bílafloti fyrir utan, bæði rafvirkinn og píparinn. Píparinn tengdi baðið langþráða og það var alveg geggjað að fara í bað í gærkveldi, nud,d útvarp og ljósasjóv (upp á íslensku). Stebbi Páls kom svo í gærkveldi og hjálpaði mér með hurðarkarmana og í kvöld settum við girektin í og ein hurð er alveg tilbúin, með hún, læsingu og allt saman. Stebbi boraði sem betur fer fyrir læsingunum því það er ekkert sem hjálpar við að setja gatið á réttan stað. Við Stebbi vorum sammála um að  hann væri sennielga betri í því en ég! Fyrst hann var byrjaður með borvélina þá héldu honum engin bönd og hann boraði fyrir húnunum líka. Ég hefði alveg treyst mér í það! Takk Stebbi, þú ert snillingur!

 Þetta er að verða eins og hjá fólki. Ég pantaði reykskynjara fyrir held ég tveimur vikum síðan þ.a. þó ég væri ekki komin með eldvarnarhurð þá væri amk reykskynjarar en það er eins og með annað, það tekur allt óratíma.

Hin partur dagsins fór í að taka til og reyna að finna húsið. Morgundagurinn fer sennilega að mestu í það sama en ég ætla að klára að setja húna og læsingar í.

Eitt í viðbót. Ég fór í apótekið og keypti baðkúlur (lét þó tegundina fyrir rómantík vera (wonder why)) og freiðibað. Prófaði slakandi kúlu um miðjan dag í dag og það var frábært.

Ekki meira í kvöld

Anna Magga

15. júlí 00115. júlí 00215. júlí 00415. júlí 00415. júlí 00715. júlí 01215. júlí 01315. júlí 017

P.s. Öll þið sem eru að fylgjast með mér, takk fyrir. Það er ótrúlega mikill styrkur á erfiðum tímum að vita að það sé fólk sem hefur áhuga á því sem maður er að gera. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé allar heimsóknirnar og ekki síst þegar ég sé allar IP tölurnar. Takk fyrir mig. Anna Magga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur, :-)

Haddý (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:22

2 identicon

Elsku Anna Margret

Gott hvað gengur vel hjá þér með nyja húsið þitt,æðislegt baðkar .

Eg hugsa til þin  Bestu kveðjur frá Bæ1

Auja frænka (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband