27.7.2008 | 08:51
Besti dagur sumarsins
Bæði var þetta einn besti dagur sumarsins veðurlega og sennilega sá besti en ekki síður, ég fór í alveg frábæra ferð.
Vilborg og Valli buðu mér að koma með sér og við riðum í gegnum Skarðskarð (Geitaskarð) og niður að Kirkjuskarði. Fjóla var líka með í för. Þar eru hestarnir núna og við förum aftur núna á eftir og ætlum að ríða eitthvað áleiðis heim en setjum hestana svo á kerru restina af leiðinni.
Þessi leið er aðeins erfið á köflum, talsvert mikið á fótinn upp í skarðið en útsýnið sennilega eitt það besta sem hægt er að fá hér um slóðir. Á einum stað leyst mér ekki á, lofthræðslan næstum búin að bera mig ofurliði en mér tókst að taka á honum stóra mínum og komst í gegnum það. Það var mjög mjó kindagata, skriða upp og talsvert hátt niður, það versta sem ég geri en ég er að verða svoddan nagli að ég læt ekki svona mótlæti stöðva mig. Ég ætlaði að skreyta þetta með örnefnum en þarf greinilega að rifja betur upp. Mun yfirheyra Valla í dag og bæta inn seinnipartinn.
Óli sótti okkur inn að Kirkjuskarði og þar var borðað nesti.
Ég tók talsvert af myndum en bara eitt vandamál, ég skildi myndavélina eftir við Kirkjuskarð! Við Valli fórum að brynna hestunum þ.a. ég fór ekkert að kofanum aftur og vonandi liggur vélin mín þar ennþá. Ef ekki þá er ég búin að týna henni. Kemur í ljós. Ef hún bíður eftir mér og er í lagi verða myndir í kvöld.
Hryssan mín er í þvílíku formi. Hún fór í hestaferð í byrjun júlí og kom ekki heim fyrr en um síðustu helgi. Hún er hreint út sagt frábær, ég held ég hafi verið alveg sérlega heppin með þennan hest. Hún er frek en ég líka og sennilega snýst þetta um það hvor okkar er frekari hvort þetta haldi áfram að vera svona frábært.
Jæja þarf að fara að hafa mig til í reiðtúr dagsins.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.