5.8.2008 | 22:25
Er leti að grípa mig?
Kæru lesendur.
Ég er allt of lítið að skrifa þessa dagana. Ég var að vinna umhelgina þ.e. sunnudag og mánudag sem sundlaugarvörður. Já það er nú eitt og annað sem maður gerir þessa dagana. Þetta er ein leiðinlegasta vinna sem ég hef verið í. Fyrri dagurinn var allt í lagi enda styttri og meira að gera en seinni dagurinn ætlaði aldrei að líða. Þvílík leiðindi. Það á ekki við mig að sitja og gera ekkert nema horfa á fólk. Þetta hefði hugsanlega verið þolanlegra ef ég hefði verið með prjóna. Ekki er hægt að lesa.
Ég fór á Akureyri á laugardaginn með krökkunum og það var ágætt. Við sáum nýju Battman myndina. Hún er fín fyrir hlé en þetta verður æði langdregið og miklar endurtekningar að mínu mati þegar tveir tímar eru liðnir. Stytta hana um 40 mín og þá væri hún frábær.
Er alltaf að gera smá og smá í húsinu en svo sem engar byltingar. ég er búin að koma á höldum bæði í eldhúsi og baði og á fataskápa. ég keypti 11 fataskápa en fékk aðeins 10 höldur! var ekkert að telja þegar ég fékk þetta og gat því ekki klárað í gær eins og ég ætlaði að gera. Enn eitt sem kom í ljos að ekki var í lagi. Það komu ekki höldur með baðherbergisinnréttingu. Ég talaði um að fá sömu höldur og í eldhús en viti menn það vantaði 3 höldur. Það tók einn og hálfan tíma að hringja í Ikea og koma þessu á hreynt.
Síminn hringdi rétt i þessu og það var spurt eftir Elínu! Wonder why? sem betur fer svaraði ég en ekki börnin. Er ekki í lagi með fólk. Að fara í símaskrá sem er gefin út fyrir skilnað!
Jæja er ferlega þreytt.
Ætla í bað í nuddbaðinu mínu!
Góða nótt
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum gleymir fólk því að höfuðið er á manni til að nota það, enn kemur fyrir að hringt er í tengdapabba .... sem lést í mars 2007.
., 8.8.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.