Eiðar 2008

Eiðar ágúst 2008 005Eiðar ágúst 2008 006Eiðar ágúst 2008 007Eiðar ágúst 2008 009   

Mamma og pabbi komu að heimsækja mig á miðvikudaginn og fóru svo til Vilborgar systur á fimmtudag. Við pabbi kláruðum að setja sóplistana. Síðan fórum við í göngu út í Hrútey.Þar voru týnd ber. Þau eru ekki orðin mjög stór en þetta er allt að koma. Vöflukaffi á pallinum á eftir. Viðeigandi uppstilling. Vöfflujárn og bútsög í notkun á sama tíma. 

 Eiðar ágúst 2008 011 Eiðar ágúst 2008 013

Á föstudegi var lagt í hann því við Jóhanna ætluðum að verja helginni með foreldrum mínum og systur minni og hennar fjölskyldu á Eiðum. Fyrsta stopp var við Goðafoss og þar var pósað fyrir myndatöku.

 Eiðar ágúst 2008 024 Eiðar ágúst 2008 032 Eiðar ágúst 2008 029 Eiðar ágúst 2008 027 

Næsta stopp var í Steinsakoti(vona að það sé rétt munað hjá mér). Þar eru tengdaforeldrar Vilborgar systur með sumarbústað. Þar var búið að elda ofan í okkur grjónagraut.

Eiðar ágúst 2008 034 Eiðar ágúst 2008 036 Eiðar ágúst 2008 040 Eiðar ágúst 2008 042

Í Jökuldal eru þrír mjög fallegir fossar sem heita Rjúkandi. Sá neðsti er fallegastur og heitir Ysti - Rjúkandi. Þar var stoppað og við gengum upp með gilinu og síðan var pósað fyrir myndavélina. Eins og sjá má er þetta mjög fallegur foss og alveg þess virði að stoppa og ganga upp að honum. Eiðar ágúst 2008 044Hér er á ferðinni sennilega einn yngsti ef ekki sá yngsti lesandi Séð og heyrt. Gott að hún systurdóttir mín kunni að meta gott lesefni, eða þannig.

 Eiðar ágúst 2008 050 Eiðar ágúst 2008 058 Eiðar ágúst 2008 060 

Við vorum alveg niður við Eiðavatn og höfðum aðgang að bát. Hann var óspart notaður. Við púsluðum eitt óvissupússl, ertu með augu í hnakkanum. Ferlega spennandi að sjá hvað kemur út. Ég mæli með því fyrir alla pússlara. Ekki má gleyma harmonikku ballinu sem við fórum á með Félagi eldri borgara úr Vestmannaeyjum. Jóhönnu fannst það vera hápunktur ferðarinnar.

Eiðar ágúst 2008 073 Eiðar ágúst 2008 074 Eiðar ágúst 2008 075 Eiðar ágúst 2008 077 Eiðar ágúst 2008 078  Við fórum á Borgarfjörð Eystri. Þar hittum við félag eldri borgara úr Vestmannaeyjum, aftur. Fleiri sem maður þekkir í þeim hópi en þegar maður hittir unga fólkið..... Við skoðuðum Hafnarhólmann og borðuðum nesti þar. Mig langaði að taka mynd af öllum en það var ekkert til að setja myndavélina upp á til að geta notað timer. Mamma kom auga á ruslatunnu sem var í næsta nágreni. Ég tók hana á orðinu og sótti tunnuna, setti kælibox þar upp á og viti menn þetta passaði allt. ég var hins vegar að flýta mér full mikið í sætið mitt og eins og sjá vantar mig á fyrstu mynd. Ég settist og missti jafnvægið og lá í jörðinni áður en ég vissi af! Þetta hafðist þó í annarri tilraun og allir með á myndinni.

 Eiðar ágúst 2008 086 Jóhanna var að reyna að hafa ofan af fyrir sér í bílnum og var í tölvunni. Það var full bjart en það er ekkert annað að gera en að bjarga sér. Hún breiddi teppi yfir sig og tölvuna!

Þetta er í stórum dráttum ferðasagan. Við Jóhanna keyrðum heim í dag og þetta er alveg ferlega langt ferðalag. Brutum það þó upp með því að fara í Jarðböðin í Mývatnssveit og það var mjög gott, mæli með því.

Ekki mikið að gerast í húsinu. Mig vantaði tvö sett af brautum til viðbótar (í staðin fyrir það sem var vitlaust afgreitt, hélt það væri í lagi með það sem ég var komin með en það var það ekki). Mamma og pabbi sóttu brautirnar og komu með þær fyrir mig. Eitthvað skolaðist til og ég fékk vitlausar brautir! Og reyndar bara eitt sett en vantaði tvö! ég er að verða þreytt á Ikea!

Stebbi Páls lagaði lóðina hjá mér um helgina á meðan ég var í burtu. Sýnist það vera þokkalega gert. Snúrustaur næstur. Búið að setja niður hólk og vantar að steypa fyrir festingunni.

Ekki meira í kvöld.

Góða nótt

Anna Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega skemmtilegt ferðalag hjá ykkur :) Nú er víst að bresta á vinna og við sjáumst á námskeiði á föstudag. Ég verð að játa að það verður hálf asnalegt að koma með Skagstrendingum .... á eftir að sakna ykkar MIKIÐ!!! :( En það þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn og jákvæður ...

Er alltaf aaaalveg á leiðinni í heimsókn. Skömm að þessu, það eru nú bara 23 km yfir. Sjáumst.

Hugrún Sif (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:53

2 identicon

Hæ hæ...loksins kvitt en kíki reglulega á síðuna þína. Þú ert rosalega dugleg Anna mín, tek ofan af fyrir þér :) Sjáumst á morgun í skólanum...Gangi þér sem allra best

Kveðja  úr Hvíta húsinu á brekkunni :)

Erla og co

Erla Jakobs (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband