16.8.2008 | 17:52
Spákonufell 16. ágúst 2008
Í dag gekk ég á Spákonufell í fyrsta sinn. Hélt ekki að ég væri í svona góðu formi en þetta hafðist allt saman. Þórhalla og Sigga tóku mig með. Takk fyrir það stelpur. Ég er afar þakklát þegar einhver drífur mig af stað í eitthvað því ég á mjög erfitt með að koma mér af stað þessa dagana (alveg satt) en svo er svo gaman þegar maður er komin af stað. Ég hitti nokkra Strandamenn í ferðinni., Júllu, Villa, Bjössa og Signýju. Alltaf gaman að hitta Strandamenn. Útsýnið var frábært og ég er mjög stolt af sjálfri mér. Svolítið hátt á smá kafla og ég horfði fremur stíft niður fyrir fæturna á mér en það var bara smá kafli. Óli Benna var leiðsögumaður og stóð sig með sóma. Ég gerði mig að fífli, eða tók þátt í leiknum eins og einn samferðamaðurinn sagði og sá álfa í Álfkonusteini á leiðinni fyrir Óla. Þeir voru að halda partý örugglega í tilefni af Kántrýdögum alveg eins og við.
Fæturnir farnir að segja svolítið til sín á leiðinni niður en allt í lagi. Verð öruglega með harðsperrur á morgun (er það ekki örugglega skrifað svona?). Er samt þess virði. Vonast til að fara á Ströndina með Lilju í kvöld.
Kv
Anna Magga
P.s. Verða ekki einhverjir sætir strákar þar?
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stafafagnið er flott
Kveðja Sigga
Sigríður Aadnegard (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.