Spákonufell 16. ágúst 2008

Í dag gekk ég á Spákonufell í fyrsta sinn. Hélt ekki að ég væri í svona góðu formi en þetta hafðist allt saman. Þórhalla og Sigga tóku mig með. Takk fyrir það stelpur. Ég er afar þakklát þegar einhver drífur mig af stað í eitthvað því ég á mjög erfitt með að koma mér af stað þessa dagana (alveg satt) en svo er svo gaman þegar maður er komin af stað. Ég hitti nokkra Strandamenn í ferðinni., Júllu, Villa, Bjössa og Signýju. Alltaf gaman að hitta Strandamenn. Útsýnið var frábært og ég er mjög stolt af sjálfri mér. Svolítið hátt á smá kafla og ég horfði fremur stíft niður fyrir fæturna á mér en það var bara smá kafli. Óli Benna var leiðsögumaður og stóð sig með sóma. Ég gerði mig að fífli, eða tók þátt í leiknum eins og einn samferðamaðurinn sagði og sá álfa í Álfkonusteini á leiðinni fyrir Óla. Þeir voru að halda partý örugglega í tilefni af Kántrýdögum alveg eins og við.

 Fæturnir farnir að segja svolítið til sín á leiðinni niður en allt í lagi. Verð öruglega með harðsperrur á morgun (er það ekki örugglega skrifað svona?). Er samt þess virði. Vonast til að fara á Ströndina með Lilju í kvöld.

Kv

Anna Magga

P.s. Verða ekki einhverjir sætir strákar þar?

 Spákonufell ágúst 2008 001 Spákonufell ágúst 2008 002 Spákonufell ágúst 2008 004 Spákonufell ágúst 2008 006 Spákonufell ágúst 2008 007 Spákonufell ágúst 2008 008 Spákonufell ágúst 2008 012 Spákonufell ágúst 2008 009 Spákonufell ágúst 2008 010 Spákonufell ágúst 2008 014 Spákonufell ágúst 2008 015 Spákonufell ágúst 2008 017 Spákonufell ágúst 2008 018 Spákonufell ágúst 2008 021 Spákonufell ágúst 2008 023 Spákonufell ágúst 2008 024 Spákonufell ágúst 2008 028 Spákonufell ágúst 2008 027 Spákonufell ágúst 2008 029 Spákonufell ágúst 2008 030 Spákonufell ágúst 2008 031 Spákonufell ágúst 2008 035


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stafafagnið er flott 

Kveðja Sigga

Sigríður Aadnegard (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband