Tveir frábærir dagar. ég held ekki að ég hafi upplifað annað eins. Það var gaman að ríða Skarðskarð en þetta var bara ólýsanlegt. Á laugardag riðum við upp dalinn á móti Skagaströnd sme ég man ekki hvað heitir en bæti því við seinna. Síðan riðum við yfir Skagaheiði og niður í Skagasel. Útsýnið og náttúran, hestarnir og allt. Veðrið dásamlegt, hefði ekki mátt vera heitara. Það rigndi meira og minna allan daginn á Blönduósi en við sluppum alveg við það. Fengum nokkra dropa á okkur í fyrsta stoppi og svo ekki söguna meir. Hryssan mín var frábær að venju. ÉG byrjaði á henni og það var frábært. Svo tók ég hestinn hennar Vilborgar og hann er mjög skemmtilegur og kann greinilega á svona umhverfi. Næst tók ég hestinn hans Valla og hann er fínn líka og kann líka á að ríða yfir fjöll og firnindi. Báðir eru mjög traustir. Síðasta spölin tók ég merina mína aftur og sú vr í stuði. Ég hef aldrei riðið annað eins tölt og allra seinasta spottan, alveg á fullri ferð. Bara frábært.

Sunnudagur var heiður og fagur. Við riðum fyrst að bæsem heitir Gauksstaðir og þar upp dal sem ég veit ekki hvað heitir. Næst var það Vatnadalur og hann er mjög fallegur. Að horfa niður í Skagafjörðin frá þessu sjónarhorni var mjög gaman því þarna fer enginn á venjulegum farskjótum. Við riðum síðan niður Hallárdalinn. Þá var ég að verða fremur þreytt og nudduð. Þar reyndi fyrst á því hestarnir þurftu að stökkva yfir læki og skurði og hvað eina og ég er mest hissa á hvað ég hékk á baki því stundum var stokkið niður af bökkum sem voru ansi háir. Síðan var stoppað í Hallárdalnum og Inga Maja kom með kaffi og kökur handa okkur. Ég ákvað að fara ekki lengra í þetta skiptið enda orðin vel þreytt eftir vel heppnaða og í raun frábæra ferð. Kæru samferðamenn, Takk fyrir mig! Vonandi myndir á morgun.

Góða nótt

 Anna Magga

P.s. Til hamingju með silfrið.

Félagsferð Neista 2008 001Félagsferð Neista 2008 002Félagsferð Neista 2008 003Félagsferð Neista 2008 004Félagsferð Neista 2008 006Félagsferð Neista 2008 008Félagsferð Neista 2008 010Félagsferð Neista 2008 012Félagsferð Neista 2008 014Félagsferð Neista 2008 015Félagsferð Neista 2008 017Félagsferð Neista 2008 022Félagsferð Neista 2008 013Félagsferð Neista 2008 019Félagsferð Neista 2008 020Félagsferð Neista 2008 023Félagsferð Neista 2008 024Félagsferð Neista 2008 025Félagsferð Neista 2008 032Félagsferð Neista 2008 033Félagsferð Neista 2008 036Félagsferð Neista 2008 037Félagsferð Neista 2008 041Félagsferð Neista 2008 046Félagsferð Neista 2008 047Félagsferð Neista 2008 050Félagsferð Neista 2008 055Félagsferð Neista 2008 057Félagsferð Neista 2008 059Félagsferð Neista 2008 065

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband