7.9.2008 | 20:08
Fór í göngur!
Ég hef aldrei á ævinni komið nálægt hinni íslensku sauðkind - ja nema borðað hana og prjónað úr ullinni af henni. Angela bauð mér að koma með (með leyfi leitarstjóra þó) og ég ákvað að láta reyna á það. Skildist það vantaði eins og eina Önnu Möggu með Sævari því hans Anna Magga var heima hjá barni. Þetta var alveg meiri háttar. Fer örugglega á næsta ári (ef ég má).
Ég var á hestbaki frá rétt rúmlega 6 á laugardagsmorguninn og til klukkan hálf sex um kvöldið. Ég var orðin fremur þreytt en það gleymist alveg þegar er svona gaman. Við lentum í nokkrum ævintýrum og Röksemd fannst þetta full dauft stundum. Henn leiddist að bíða mikið og svo vill hún helst vera með öðrum þ.a. þegar við þurftum að bíða og vera í fyrirstöðum var hún oft óróleg en þetta þarf hún að læra. Við fórum í svokallað Stykki. Fyrst fórum við inn að Illugastöðum og biðum þar eftir Skagfirðingum. Þar var ég með Erlu frænku Sævars. Þegar Skagfirðingar skiluðu sér riðum við upp að dal sem ég man ekki lengur hvað heitir og þar þurfti að bíða eftir Sævari. Síðan riðum við með honum upp í þennan dal og smöluðum hann. Við vorum næstum búin að missa féð við Bárðardal en það slapp.
Þegar ég kom heim var búið að ákveða fjölskydlukvöld. Ég eldaði frábæran karrýrétt sem ég fékk uppskrift af hjá Helan vinkonu. Svo horfðum við á mynd, Dirty Dansing með Patrick Swayze. Hann er svo flottur. Gott kvöld með krökkunum.
Í morgun átti að vera komið í hnakkana klukkan 7 en þegar við mættum var allt á öðrum endanum. Það var opið hlið og fullt af fé farið til fjalla aftur. Angela ætlaði að vera á bíl og var því ekki klædd til útreiða. Ég taldi hana gera meira gagn en mig og bauð henni hestinn minn. Það varð niðurstaða og hún fékk reiðbuxurnar mínar líka og við vorum því þarna við fjárhúsin á Þverá á nærbuxunum við að hafa buxnaskipti. Féð náðist á ótrúlega skömmum tíma og við vorum komin í Skrapatungu um kl 10.
Angela lánaði mér svo bílinn sinn og hestakerruna þ.a. ég gat komið Röksemd til síns heima.
Frábær helgi. Takk allir og sérstaklega Angela fyrir að taka mig með.
Nokkrar myndir
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Anna Margrét.
Rakst á bloggsíðuna þína og sá að þú skemmtir þér vel í göngum, frábært. Hefði alveg verið til í að vera í göngum þarna líka en ekki alveg okkar svæði.
Kv.Dagný
Dagný Rósa Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.