Gjafirnar góðu

Ég fékk alveg frábæra gjöf í gær. Hún beið mín þegar ég kom heim í hádegismat. Elli í næsta húsi samdi eftirfarandi og sendi mér:

Þú eyja drottning dásamleg

þig dreymir enn um þorið,

alltaf heil og hugguleg

þú heilsar eins og vorið

 

Þú átt fagran framaveg

fóstran góð um veginn.

Hjá þér lifa ljós við veg

og liljur beggjamegin.

Er ekki dásamlegt að eiga svona nágrana? Takk fyrir Elli.

Í gærkveldi komu svo Bútoskonur og færðu mér innflutningsgjöf. Gjafabréf frá Kaupþing banka. Er ekki um að gera að nota það strax. Rýrna peningar ekki með hverjum deginum? Vantar held ég ekkert í húsið þ.a. ég ætla að kaupa eitthvað fallegt handa mér!

Ég fór aðeins í Laufskálarétt á laugardaginn. Myndir næstu daga af því.

Kv

Anna Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís og til hamingju með húsið.Gaman að sjá hvað þú ert dugleg og hvað hefur gengið mikið á hjá þér við að klára húsið :)

Vona að þú hafir það sem allra best og ég kíki á þig þegar ég kem næst á dósina :)

Kær kveðja Eva Rán

Eva Rán (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband