22.10.2008 | 10:35
Löngumýrarhelgi
Ég var á Löngumýri þar síðustu helgi. Ég ætlaði að vera búin að skrifa um það fyrir löngu en svona er þetta. Það hefur verið svo brjálað að gera. Helgin var frábær eins og alltaf þegar góðar konur koma saman. Ekki er verra að sitja saman og sauma. Ég saumaði þessa líka fínu tösku sem Jóhanna átti að fá ef hún vildi. Ég var svo ánægð með töskuna að mig langaði mest að eiga hana sjálf. Jóhanna vildi svo ekki töskuna þannig að nú á ég þessa líka fínu tösku aðallega saumaða úr gömlum gallabuxum. Síðan saumaði ég fínan jólalöber sem var verkefni helgarinnar. Ég á bara eftir að setja á hann bak og quilta. Óvissuverkefnið var þessi fína sessa í saumastólinn. Afköst helgarinnar voru sum sé nokkuð góð enda hef ég ekki sest við saumavélina ansi lengi nema rétt til að gera við föt eða annað sem er ekkert mjög skemmtilegt. Já og ég gleymi púðanum sem ég kláraði. Að vísu átti bara eftir að setja í hann rennilás en það er sama, það var klárað.
Mig langar að láta fylgja hér brag sem hann Gunnar staðarhaldari á Löngumýri söng fyrir okkur og samdi í fyrra. Vona að ég megi það!
Myndir koma vonandi mjög fljótlega.
Kv
Anna Magga
Saumahelgi Lag: Stebbi og Lína
Það var fyrir nokkrum árum þegar Strúna fór á stjá að hún stefnu tók að hóa saman konum.
Sem höfðu jafnvel áratugi alið sömu þrá með afgöngunum listhneigð sína tjá.
En hvað var þá til ráða til að koma þessu á skriðvar Kristrúnar því næsti höfuðverkur.
Svo fljótlega hún kynna fór sér kvennaathvarfiðþar sem kirkjan veitir saumaóðum grið.
Því varð Löngumýri staðurinn sem Strúnu líkar velsvo hún stefnir þangað miklum kvennaskara.
Sem að mæta þó að stundum nauði stormur eða éltil að standa í botni túrbósaumavél.
Er þær byrja hér á fimmtudögum fílingur er sáað formúlan sé um það bil að hefjast.
Með títuprjón í munni, tána peldanum á á taugum þar til Strúna segir má.
Í kílómetravís þær síðan kaupa rándýr ver til að klippa nið´r í oggulitla búta
Þær reyna svo að púsla þessu saman sikk og þver en það sáralítill möguleiki er.
Svo stæra þær og masa hversu stórkostlegt það sé ef þær stykkjum geta komið aftur saman.
En greinilegt er samt að mesta gleði láta í téþegar gefur Strúna flokknum matarhlé.
En með bútasaumaveiki fylgir hvorki kvöl né sárog þær kátar virðast una meðferðinni.
Nema á stöku hvarmi mögulega glitti í gleðitárþegar grúppan hittist aftur næsta ár. Tra la la
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.