7.11.2008 | 10:55
Fyrstur með fréttirnar!
Það er svo merkilegt að búa í litlum samfélögum á Íslandi. Ég hef reynslu af nokkrum og þau eru öll eins alveg sama hver stærðin er. Það eru allir að keppast við að vera fyrstir með fréttirnar og það er mun mikilvægara að vera fyrstur með fréttirnar en að vita hvort ,,fréttirnar" séu réttar eða bara óvinveitt slúður.
Sjálf hef ég orðið nokkuð fyrir barðinu á Góu á Leiti undanfarið. Það þarf ég þó ekki að segja neinum. Framanaf voru það atburðir þar sem ég hafði ekkert um að segja og var ekki gerandi nema að mjög litlu leiti. Ég hafði hreynan skjöld, hafði ekkert gert annað en að reyna að vera góð eiginkona, móðir og borgari hér í þessu samfélagi. Yfir nótt breyttist þessi staða mín og allt í einu var mitt einkalíf á allra vörum. Nokkuð sem mér líkar ekkert sérstaklega vel, enda hafði ég fram að því reynt að haga mínu lífi þannig að ekki vekti mikla athygli. Stundum þurfa samborgararnir þó að fá að velta sér upp úr því sem náunginn er að gera og oft hef ég gert grín að slíku fólki og velt fyrir mér hversu leiðinlegt og innihaldslaust þeirra líf hljóti að vera fyrst það eina sem það getur talað um er líf annarra. Ég lifi hins vegar svo skemmtilegu lífi að ég hef lítinn áhuga á að tala um aðra, ég er svo miklu áhugaverðarði (að eigin mati) og það sem ég er að gera. Oft hef ég velt því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hvað þessi kjaftagangur hafi í för með sér. Eftir að ég varð einhleyp hef ég varla vogað mér að tala við karlmann og alls ekki ef hann er einhleypur (sennilega er það jafnvel verra ef hann er giftur því einhleypar konur hafa sennilega bara eitt í huga þegar þær tala við karlmenn). Ég hef velt því fyrir mér hvernig einhleypar konur (og auðvitað karlar líka) fara að því að búa í litlum samfélögum. Ég er til dæmis vel lifandi en það að voga sér að svo mkið að horfa á karlmann gerir það að verkum að allur bærinn er farin að velta því fyrir sér hvort ,,þau hafi sofið saman" og svo framvegis. Hin minnstu tilefni verða til þess að allt fer af stað. Dæmi: ég dansaði við mann á balli, það var maður sem sá mig ganga yfir brúnna fremur snemma morguns. ,,Hvaðan ætli hún hafa verið að koma"? ,,Hver var sá heppni ( eða óheppni)"? Nokkrum dögum seinna hafði maðurinn sem sá mig á brúnni séð mig koma út úr ákveðnu húsi (að sögn Gróu á Leiti). Sennilega þarf ég ekki að segja meira.
Fyrirgefið þið, en hvað kemur öðrum þetta við? Þarf ég að fara til Reykjavíkur ef mig langar að sofa hjá eða bara dansa við karlmenn? Ég er ósköp venjuleg manneskja og mig langar að lifa lífinu lifandi en mér finnst þessi kjaftagangur fremur ósmekklegur. Hvað með börnin mín sem hafa gegnið í gegnum heilt helvíti þetta árið. Eiga þau að lifa endalaust við það að foreldrar þeirra séu á milli tannanna á fólki.Síðustu daga og vikur hefur Gróa á Leiti verið alveg ótrúlega upptekin af mér og mínum einkahögum. Flest af því sem sagt hefur verið er þó satt og ennþá hef ég ekki heyrt neitt rætið. Þó að Gróa á Leiti hafi rétt fyrir sér vil ég helst vera fyrst til að segja mínum nánustu frá því sem er að gerast í mínu lífi.
Mér finnst gott að búa á Blönduósi en mér finnst vont að vera alltaf á milli tannanna á fólki. Það er ekki vandamál í mínum huga þegar sögurnar eru sannar en þegar þær eru byggðar á tilgátum þá geta þær meitt börnin mín. Þau eiga það ekki skilið.
Ég lifi svo áhugaverðu lífi að ég þarf ekki að velta mér upp úr því sem aðrir eru að gera. Það er alltaf nóg um að tala án þess að ég þurfi að vera mikið að tala um náungann.
Hversu áhugavert er þitt líf?
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ömurlegt þegar að fólk lendir svona á milli tannanna á öðrum, skil þig vel að vera pirraða útaf þessu. Þetta tekur þó örugglega enda...
Um að gera að njóta bara augnabliksins og hræðast það ekki þó að aðrir telji sig þurfa að smjatta á því
Rannveig Lena Gísladóttir, 7.11.2008 kl. 14:35
Þegar maður býr í svona litlu bæjarfélagi þá eru kjaftasögur bara eitt af því sem að maður veður að læra að lifa með. Ég er alls ekkert að taka upp hanskann fyrir kjaftasögugengið en málið er nú bara einu sinni þannig að þegar maður er í svona litlu bæjarfélagi hefur fólk almennt ekkert annað að gera en að pæla í því sem hinir eru að gera, mjög sorglegt ég veit, en þetta er svona alveg sama hvaða smábær þetta er sem maður býr í. Þú getur bara tekið þessu sem hrósi því að þessu fólki finnst þitt líf greinilega meira spennandi en þeirra eigið!! ;)
Erla Björk (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:35
gróa á leiti hefur lengi loðað við íslendinga
Sigríður Helga Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:56
Góður pistill hjá þér! Ekki gaman að vera aðalrétturinn á spjallborði bæjarfélags en sem betur fer verður fólk yfirleitt þreytt á að smjatta á sama bitanum
Búin að vera skoða aðeins hér hjá þér fannst ég kannast eitthvað við þig svo ég hélt áfram að skoða.
Þú kannast kannski við mig en dætur okkar eru vinkonur
Kveðja frá Eyjunni fögru sem svo sannarlega skartar öllu sínu í dag!
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:11
Ég kíki stundum inn á síðuna þína og verð að deila með þér því sem ég komst að þegar í bjó í litlu þorpi það sem margir vissu meira um mig en ég sjálf. Það er betra að vera umdeildur en óþekktur, mitt líf hlaut að vera skemmtilegt fyrst að fólk tók mikið eftir því. Mundu svo:ÞAÐ ER BETRA AÐ SJÁ EFTIR ÞVÍ SEM MAÐUR GERÐI HELDUR EN AÐ SJÁ EFTIR ÞVÍ SEM MAÐUR GERÐI EKKI.
Stína (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:50
Það eina sem skiptir máli er að þér líði vel ..... svo þú tollir hérna hjá okkur. Knús inn í daginn, elskuleg.
., 18.11.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.