7.12.2008 | 18:32
Próflestur
Er að fara í próf á morgunn og hef verið að lesa yfir helgina og undanfarnar tvær vikur eins og ég hef komist yfir. Ég ákvað að vera skynsöm og flutti á Aðalötuna því þar eru ekki nein verkefni sem bíða og þá get ég vonandi einbeitt mér að lestri. Reyndar var mér boðið á jólahlaðborð í gærkveldi á Árbakkanum. Það var fínt og góð hvíld frá lestri. Maturinn var frábær eins og alltaf á Bakkanum. Ég held maður eigi eftir að sakna þeirra Erlu og Mumma. Þau eru einfaldlega að bjóða upp á besta matinn í bænum að mínu mati. En planið með lesturinn gekk upp. Ég hefði aldrei verið jafn dugleg heima hjá mér jafnvel þó krakkarnir hafi ekki verið heima.
Jæja ekki meira í bili.
Kveðja
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vonandi hefur þér gengið vel í prófinu. Ég kannast of vel við þennan vanda að læra heima hjá sér. Alltof mörg verkefni sem gjörsamlega garga á mann! Ég lendi iðulega í því til dæmis að ætla mér bara að taka pásu til að sækja mér eitthvað að drekka..... og áður en ég veit af þá er ég búin að stússast í eldhúsinu góða stund, setja í þvottavél, fara út með rusl, tína upp dót eftir börnin....
Rannveig Lena Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.