Próflestur

 

 Er að fara í próf á morgunn og hef verið að lesa yfir helgina og undanfarnar tvær vikur eins og ég hef komist yfir. Ég ákvað að vera skynsöm og flutti á Aðalötuna því þar eru ekki nein verkefni sem bíða og þá get ég vonandi einbeitt mér að lestri. Reyndar var mér boðið á jólahlaðborð í gærkveldi á Árbakkanum. Það var fínt og góð hvíld frá lestri. Maturinn var frábær eins og alltaf á Bakkanum. Ég held maður eigi eftir að sakna þeirra Erlu og Mumma. Þau eru einfaldlega að bjóða upp á besta matinn í bænum að mínu mati. En planið með lesturinn gekk upp. Ég hefði aldrei verið jafn dugleg heima hjá mér jafnvel þó krakkarnir hafi ekki verið heima.

Jæja ekki meira í bili.

Kveðja

Anna Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

vonandi hefur þér gengið vel í prófinu.  Ég kannast of vel við þennan vanda að læra heima hjá sér.  Alltof mörg verkefni sem gjörsamlega garga á mann!  Ég lendi iðulega í því til dæmis að ætla mér bara að taka pásu til að sækja mér eitthvað að drekka..... og áður en ég veit af þá er ég búin að stússast í eldhúsinu góða stund, setja í þvottavél, fara út með rusl, tína upp dót eftir börnin....

Rannveig Lena Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband