Snæfellsjökull

Ég skellti mér í sólstöðugöngu á Snæfellsjökul á föstudaginn og það var frábært. Þetta var frekar ævintýralegur dagur þar sem ég var viss um að komast ekki með. Það var fullbókað í ferðina og ég var á biðlista nr 20. Þar sem ekki var hringt á fimmtudegi til að láta vita þá var ég búin að gefa ferðina upp á bátinn og frekar en að vera í þunglindi heima þá ákvað ég að fara á Akureyri og kaupa eitt og annað sem mig vantar og þó ekki væri annað að fara í bónus áður en allt hækkar ennþá meira enda allir skápar orðnir fremur tómir.

Svo var ég komin upp á Vatnsskarð, langleiðina í Varmahlíð þegar Tobba hringdi og sagði mér að það væri búið að bæta við 100 sætum. Klukkan var að verða 11 og ég komin hálfa leið á Akureyri. Ég hringdi í Ferðafélagið og spurði hvort ekki væ´ri hægt að taka mig upp í Borgarnesi. Nei það var ekki hægt en ég gat komið upp í rútuna við Vegamót! Samt var hægt að stoppa fyrir einhverjum öðrum á Kjalarnesi. Auðséð að ég er ekki séra Jón. Ákvað að drífa mig til Reykjavíkur og var komin þangað passlega til að hafa tíma til að skipta um föt og koma mér í rútuna. Fór með Tobbu vinkonu og Ernu vinnufélaga hennar.

Gangann var hins vegar æði og ég mæli með því að ganga á jökulinn í góðu veðri á þessum tíma. Þvílík birta, og litirnir! Var orðin fremur þreytt þegar ég var komin í rúmið um kl 7 á laugardagsmorgni en er ekki lífið til að lifa því lifandi.

Læt myndirnar tala.

Kv

Anna Magga

 

Snæfellsjökull 002 Snæfellsjökull 004 Snæfellsjökull 008 Snæfellsjökull 010 Snæfellsjökull 014 Snæfellsjökull 023 Snæfellsjökull 028 Snæfellsjökull 032 Snæfellsjökull 036 Snæfellsjökull 038 Snæfellsjökull 040 Snæfellsjökull 047 Snæfellsjökull 059 Snæfellsjökull 082 Snæfellsjökull 102 Snæfellsjökull 104 Snæfellsjökull 105 Snæfellsjökull 112


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband