22.6.2009 | 10:00
Snæfellsjökull
Ég skellti mér í sólstöðugöngu á Snæfellsjökul á föstudaginn og það var frábært. Þetta var frekar ævintýralegur dagur þar sem ég var viss um að komast ekki með. Það var fullbókað í ferðina og ég var á biðlista nr 20. Þar sem ekki var hringt á fimmtudegi til að láta vita þá var ég búin að gefa ferðina upp á bátinn og frekar en að vera í þunglindi heima þá ákvað ég að fara á Akureyri og kaupa eitt og annað sem mig vantar og þó ekki væri annað að fara í bónus áður en allt hækkar ennþá meira enda allir skápar orðnir fremur tómir.
Svo var ég komin upp á Vatnsskarð, langleiðina í Varmahlíð þegar Tobba hringdi og sagði mér að það væri búið að bæta við 100 sætum. Klukkan var að verða 11 og ég komin hálfa leið á Akureyri. Ég hringdi í Ferðafélagið og spurði hvort ekki væ´ri hægt að taka mig upp í Borgarnesi. Nei það var ekki hægt en ég gat komið upp í rútuna við Vegamót! Samt var hægt að stoppa fyrir einhverjum öðrum á Kjalarnesi. Auðséð að ég er ekki séra Jón. Ákvað að drífa mig til Reykjavíkur og var komin þangað passlega til að hafa tíma til að skipta um föt og koma mér í rútuna. Fór með Tobbu vinkonu og Ernu vinnufélaga hennar.
Gangann var hins vegar æði og ég mæli með því að ganga á jökulinn í góðu veðri á þessum tíma. Þvílík birta, og litirnir! Var orðin fremur þreytt þegar ég var komin í rúmið um kl 7 á laugardagsmorgni en er ekki lífið til að lifa því lifandi.
Læt myndirnar tala.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.