28.6.2009 | 12:38
Vantar far til Reykjavíkur
ER á leið til Reykjavíkur á morgun og vatnar far. Ég ætla að hitta gamla settið og vera til fimmtudags. Þá verður haldið til Reykjavíkur og á föstudag stendur til að ganga Laugarveginn. Ég hef aldrei áður farið svona göngu og því hafa stífar æfingar átt sér stað undanfarið. Í morgun var til dæmis gengið á Hnjúkin í fullum skrúða með 11 kg á bakinu. Alveg eins og túristi. Við gengum upp veginn og svo var farið niður í áttina að Röðli og svo með girðingunni hjá Hirti að bílnum. Fín ganga en hann mætti alveg rífa af sér þokuna. Það er svo ömurlegt þegar er búið að lofa manni hitabylgju og hann liggur í þokunni.
Ein mynd af mér með pokan góða sem Stebbi gaf mér í afmælisgjöf og önnur af þokunni yfir Laxárvatni.
Kv
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.