6.9.2009 | 18:00
Blogg eða eiginmaður
Ekki hef ég nú verið dugleg við bloggiðí sumar. Var að velta því fyrir mér um daginn og komst að því að sennilega þjónaði það sviðurðum tilgangi og eiginmaður eftir að x ið hvarf af vettvangi. Þegar maður kemur heim að afloknum vinnudegi, nú eða úr ferðalegi eða hvað það er sem maður er að gera þá er oft sagt frá því heima ef það er einhver til að hlusta. Í mínu tilfelli var það oftast eiginmaðurinn sem fyrir þessu varð en svo hvarf hann á braut og þá var enginn sem hlustaði (hvort sem hann hefur nú gert það eða ekki). Fljótlega upp úr því fór ég að blogga. Að vísu fyrst til að mamma gæti fylgst með því sem var að gerast í húsinu á meðan að ég var að koma því í stand. Svo hélt þetta áfram og ég sagði frá því markverðasta sem ég var að gera og setti inn myndir. Eftir að hann Stebbi minn kom inn í líf mitt hefur færslum fækkað jafnt og þétt og nú líða heilu mánuðirnir og ég skrifa ekkert. Ég veit ekki hvort þetta er svona eða ekki en datt það svona í hug. Að minnsta kosti saknaði ég þess að það var enginn til að tala við þegar ég kom heim á kvöldin en þá var oft sest við tölvuna.
En svo er einhvern vegin líka alltaf svo mikið að gera hjá okkur Stebba að dagurinn er oftast búin áður en ég veit af og því enginn tími til að skrifa.
Annars hefur sumarið verið nokkuð gott. Ég gekk á Snæfellsjökul eins og þegar hefur komið fram. Ég gekk líka Laugarveginn og tel það nokkuð mikið afrek. Við fórum með allt á bakinu, 15-17 kg. Það var upppantað í alla skála helgina sem við komumst þ.a. við fórum samt en með tjöld. Það var frábær ferð og örugglega ekki síðasta gönguferðin sem ég fer.
Jæja ekki meira í dag.
Kveðja
Anna Magga
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.