Færsluflokkur: Lífstíll

Smárabrautinn búin

Þar sem þetta blogg átti fyrst og fremst að snúast um framkvæmdir á Smárabrautinni þá verð ég eiginlega að segja frá því að framkvæmdum á Smárabraut er lokið, húsið er tilbúið. Ég er búin að flísaleggja bílskúrinn og þar með er húsið tilbúið. Þetta er auðvitað stór áfangi í mínu lífi, jafnvel þó ég sé futt af Smárabraut. Ég flísaði þetta næstum sjálf en Stebbi hjálpaði mér samt smá. Hann setti réttskeið fyrir mig og flísaði aðeins til að flýta fyrir (ég er ekkert sérstaklega fljót að flísa). Læt myndir fylgja. Er þetta ekki glæsilegur bílskúr. Eru margir hér á Blönduósi með flísalagða bílskúra? Lára í næsta er með flísalagt en ég veit ekki um fleiri. Smá mont.

Bílskúr flísaður smárabraut 001Bílskúr flísaður smárabraut 009

Kv

Anna Magga


Blogg eða eiginmaður

Ekki hef ég nú verið dugleg við bloggiðí sumar. Var að velta því fyrir mér um daginn og komst að því að sennilega þjónaði það sviðurðum tilgangi og eiginmaður eftir að x ið hvarf af vettvangi. Þegar maður kemur heim að afloknum vinnudegi, nú eða úr ferðalegi eða hvað það er sem maður er að gera þá er oft sagt frá því heima ef það er einhver til að hlusta. Í mínu tilfelli var það oftast eiginmaðurinn sem fyrir þessu varð en svo hvarf hann á braut og þá var enginn sem hlustaði (hvort sem hann hefur nú gert það eða ekki). Fljótlega upp úr því fór ég að blogga. Að vísu fyrst til að mamma gæti fylgst með því sem var að gerast í húsinu á meðan að ég var að koma því í stand. Svo hélt þetta áfram og ég sagði frá því markverðasta sem ég var að gera og setti inn myndir. Eftir að hann Stebbi minn kom inn í líf mitt hefur færslum fækkað jafnt og þétt og nú líða heilu mánuðirnir og ég skrifa ekkert. Ég veit ekki hvort þetta er svona eða ekki en datt það svona í hug. Að minnsta kosti saknaði ég þess að það var enginn til að tala við þegar ég kom heim á kvöldin en þá var oft sest við tölvuna.

En svo er einhvern vegin líka alltaf svo mikið að gera hjá okkur Stebba að dagurinn er oftast búin áður en ég veit af og því enginn tími til að skrifa.

Annars hefur sumarið verið nokkuð gott. Ég gekk á Snæfellsjökul eins og þegar hefur komið fram. Ég gekk líka Laugarveginn og tel það nokkuð mikið afrek. Við fórum með allt á bakinu, 15-17 kg. Það var upppantað í alla skála helgina sem við komumst þ.a. við fórum samt en með tjöld. Það var frábær ferð og örugglega ekki síðasta gönguferðin sem ég fer.

Jæja ekki meira í dag.

Kveðja

Anna Magga


Húnavaka

Jæja þá er hún að bresta á! Við á Smárabraut erum ekki mörg en ákváðum að láta ekki okkar eftir liggja þetta árið og held ég að þokkalega hafi tekist til með skreytingar. Það er þó ekki allt komið ennþá þ.a. áhugasamir þurfa að taka rúnt seinnipartinn í dag ef þeir ætla að sjá allt sem verður að sjá!!! Við erum amk sátt og að minnst kosti áttum skemmtilegt kvöld við að skreyta. Þegar öllu var lokið var verkið rætt í stofunni hjá mér og öllu skolað niður með bjór í boði Kristínar og Snæbjörns.

Gott kvöld og nokkrar myndir því til staðfestingar.

Húnavaka Skreytingar 002Húnavaka Skreytingar 003Húnavaka Skreytingar 008Húnavaka Skreytingar 009Húnavaka Skreytingar 011Húnavaka Skreytingar 013Húnavaka Skreytingar 014Húnavaka Skreytingar 018Húnavaka Skreytingar 020

Í dag ætla ég að vera með Inese á sýningunni hennar. Nokkuð sem tímanum er vel varið í að skoða. Þeir sem vilja geta komið og fengið að mála á silki nokkuð sem er ekki erfitt og þarf víst ekki listamannshæfleika til að gera listaverk á silki segir Inese mér. Jæja sjón er örugglega sögu ríkari þ.a. allir á sýningu hjá Inese.

Nokkarar myndir frá henni. Frábær listamaður.

 

Kv

Anna Magga


Er hjá mömmu og pabba!

Er að fara í göngu á Laugarveginn um helgina og ákvað að nota ferðina og fara til mömmu og pabba. Það er eins og þokan hafi álveðið að fylgja mér þetta árið því það er búið að vera þoka hér. Reyndar ekki mikil og ekki kalt en þoka samt. Ég tók nokkrar myndir sem eru alveg frábærar á mánudagskvöldið. Það er ekki oft sem er dalalæða hér í Eyjum en það var á mánudagskvöldið. Ég læt myndirnar tala.

Kv

Anna Magga

29. júní 2009 004 29. júní 2009 009 29. júní 2009 012 29. júní 2009 015 29. júní 2009 01629. júní 2009 017 29. júní 2009 018


Vantar far til Reykjavíkur

ER á leið til Reykjavíkur á morgun og vatnar far. Ég ætla að hitta gamla settið og vera til fimmtudags. Þá verður haldið til Reykjavíkur og á föstudag stendur til að ganga Laugarveginn. Ég hef aldrei áður farið svona göngu og því hafa stífar æfingar átt sér stað undanfarið. Í morgun var til dæmis gengið á Hnjúkin í fullum skrúða með 11 kg á bakinu. Alveg eins og túristi. Við gengum upp veginn og svo var farið niður í áttina að Röðli og svo með girðingunni hjá Hirti að bílnum. Fín ganga en hann mætti alveg rífa af sér þokuna. Það er svo ömurlegt þegar er búið að lofa manni hitabylgju og hann liggur í þokunni.

Ein mynd af mér með pokan góða sem Stebbi gaf mér í afmælisgjöf og önnur af þokunni yfir Laxárvatni.

Kv

Anna Magga

28. jún 2009 00328. jún 2009 004


Snæfellsjökull

Ég skellti mér í sólstöðugöngu á Snæfellsjökul á föstudaginn og það var frábært. Þetta var frekar ævintýralegur dagur þar sem ég var viss um að komast ekki með. Það var fullbókað í ferðina og ég var á biðlista nr 20. Þar sem ekki var hringt á fimmtudegi til að láta vita þá var ég búin að gefa ferðina upp á bátinn og frekar en að vera í þunglindi heima þá ákvað ég að fara á Akureyri og kaupa eitt og annað sem mig vantar og þó ekki væri annað að fara í bónus áður en allt hækkar ennþá meira enda allir skápar orðnir fremur tómir.

Svo var ég komin upp á Vatnsskarð, langleiðina í Varmahlíð þegar Tobba hringdi og sagði mér að það væri búið að bæta við 100 sætum. Klukkan var að verða 11 og ég komin hálfa leið á Akureyri. Ég hringdi í Ferðafélagið og spurði hvort ekki væ´ri hægt að taka mig upp í Borgarnesi. Nei það var ekki hægt en ég gat komið upp í rútuna við Vegamót! Samt var hægt að stoppa fyrir einhverjum öðrum á Kjalarnesi. Auðséð að ég er ekki séra Jón. Ákvað að drífa mig til Reykjavíkur og var komin þangað passlega til að hafa tíma til að skipta um föt og koma mér í rútuna. Fór með Tobbu vinkonu og Ernu vinnufélaga hennar.

Gangann var hins vegar æði og ég mæli með því að ganga á jökulinn í góðu veðri á þessum tíma. Þvílík birta, og litirnir! Var orðin fremur þreytt þegar ég var komin í rúmið um kl 7 á laugardagsmorgni en er ekki lífið til að lifa því lifandi.

Læt myndirnar tala.

Kv

Anna Magga

 

Snæfellsjökull 002 Snæfellsjökull 004 Snæfellsjökull 008 Snæfellsjökull 010 Snæfellsjökull 014 Snæfellsjökull 023 Snæfellsjökull 028 Snæfellsjökull 032 Snæfellsjökull 036 Snæfellsjökull 038 Snæfellsjökull 040 Snæfellsjökull 047 Snæfellsjökull 059 Snæfellsjökull 082 Snæfellsjökull 102 Snæfellsjökull 104 Snæfellsjökull 105 Snæfellsjökull 112


Orlofsferð húsmæðra frá Vestmannaeyjum

Frábær helgi að baki. Mamma stakk upp á því fyrir ári að orlofsferð Vestmannaeyjakvenna yrði á isbjarnarslóðir þetta árið. Ég var auðvitað til í að hjálpa henni að skipuleggja ferðina. Ég held að þetta hafi tekist nokkuð vel. Ég skemmti mér konunglega og vona að hinar hafi gert það líka. Flestir sem fara hér um keyra bara hratt (eða kannski ekki svo hratt) í gegn, vona að Blönduóslöggan verði eki á vegi þeirra og búið. Hér er hins vegar margt að sjá og sagan drýpur af hverju strái.

Hef ekki tíma til að setja inn myndir núna en geri það á næstu dögum. Stelpur kærar þakkir fyrir mig. ég ætla að kaupa mér birkiprjóna. Mig er búið að langa í þá lengi en ekki týmt en núna verður að því.

Ég er ða fara í reiðtúr á eftir. Við sem vorum á kvennanámskeiðinu hjá henni Sibbu ætluðum alltaf að fara saman einn túr. Svo ætum við að grilla hér hjá mér og eiga góða stund. Hlakka til.

Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 001 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 003 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 005 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 006 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 008 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 008 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 010 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 011 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 012 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 018  Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 019 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 021 Húsmæðraorlof Vestmannaeyjar 022 

Eins og myndirnar bera með sér var þetta bæði menningar- og skemmtiferð. Og vonandi bera þær með sér hve var gaman hjá þessum góða hópi kvenna. Takk fyrir mig.

Kv

Anna Magga 


Saumahelgi hjá Bútós

Þá er frábærri saumahelgi lokið hjá Bútós. Það var saumað mikið, skrafað mikið og borðað ekki svo mjög mikið!!!! eða hvað, kannski soldið mikið.

Nokkrar myndir

Kv

Anna Magga

Bútós saumahelgi 2009 002Bútós saumahelgi 2009 004Bútós saumahelgi 2009 005Bútós saumahelgi 2009 007Bútós saumahelgi 2009 008Bútós saumahelgi 2009 011Bútós saumahelgi 2009 018Bútós saumahelgi 2009 021Bútós saumahelgi 2009 022Bútós saumahelgi 2009 024Bútós saumahelgi 2009 025Bútós saumahelgi 2009 062Bútós saumahelgi 2009 063 Bútós saumahelgi 2009 067


Moltugerð

Það var komið að því nú um helgina að opna moltukassann. Fyrir mig er þetta eins og að taka upp að hausti og sjá uppskeruna því þetta er uppskera ekki síður en kartöflur eða gulrætur. Jófríður hafði áhuga á að sjá afraksturinn og því var henni boðið ásamt krökkunum hennar að vera viðstödd þessa merkilegu athöfn. Stebbi hafði aðstoðað mig við að smíða kassa undir moltuna svo ekki séu einhverjar skítahrugur um allan garð hjá mér. Auðvitað er voða gaman að hafa þetta allt snyrtilegt og fínt. Afrakstur ársins er ekki góður. Ég vissi það svo sem fyrirfram því ég sá að það var ekki nóg að gerast, vantaði alveg ánamaðka og greinilega meira líf í garðinum mínum á Hólabrautinni en á Smárabrautinni. Ég þarf sennilega að komast í vel lifandi mold einhversstaðar.

Myndir seinna, er að fara að kenna eftir nokkarar mín.

Kv

Anna Magga

P.s. Addi fékk að prófa hjólið mitt og ég held honum hafi ekki fundist það leiðinlegt.

Kassasmíðin okkar Stebba loksins komin almennilega á myndir. Stebbi segir að þetta sé eina uppbyggingin á Blönduósi hjá einstaklingum, veit ekki um það en amk risin ,,3 hús" hjá mér.

Moltugerð 001Moltugerð 002Moltugerð 0038.maí 003


Íslenskukennsla á vettvangi

Síðastliðinn fimmtudag mættu ekki nema 2 nemendur í íslensku til mín og ákvað ég því að bjóða nemendum mínum í kaffi á kaffihús til að þeir gætu notað íslenskuna sem þeir eru búnir að vera að læra enda höfum við verið að læra um mat og hvernig maður ber sig að á veitingahúsum.

Vona að nemendum hafi þótt jafn gaman og mér.

Kv.

Anna Magga

Þæfing og skóli 013

 


Næsta síða »

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband