Færsluflokkur: Lífstíll
20.9.2008 | 22:19
Krakkarnir heima þessa helgina
Alltaf gott að fá krakkana heim. Það er svo mikið að gera í miðri viku að ég finn ekki svo mikið fyrir því að vera ein heima en það er ferlega notalegt þegar þau eru komin og við setjumst niður til að borða mat saman og höfum þrjúkaffi.
Jóhanna var samt fremur niðurlút í dag. Dagarnir eru stundum fremur erfiðir. Alltaf að koma eitthvað nýtt til að undirstrika þær breytingar sem á okkar högum hafa orðið. Verst þegar þau frétta út í bæ en ekki hjá þeim sem standa þeim næst.
Við fórum að hitta hestana til að hressa okkur við og eins og sjá má þá bar það ágætis árangur. Katla var líka mjög glöð að hitta okkur.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 22:45
Frábær dagur Laxárdalur og stóðrekstur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 20:08
Fór í göngur!
Ég hef aldrei á ævinni komið nálægt hinni íslensku sauðkind - ja nema borðað hana og prjónað úr ullinni af henni. Angela bauð mér að koma með (með leyfi leitarstjóra þó) og ég ákvað að láta reyna á það. Skildist það vantaði eins og eina Önnu Möggu með Sævari því hans Anna Magga var heima hjá barni. Þetta var alveg meiri háttar. Fer örugglega á næsta ári (ef ég má).
Ég var á hestbaki frá rétt rúmlega 6 á laugardagsmorguninn og til klukkan hálf sex um kvöldið. Ég var orðin fremur þreytt en það gleymist alveg þegar er svona gaman. Við lentum í nokkrum ævintýrum og Röksemd fannst þetta full dauft stundum. Henn leiddist að bíða mikið og svo vill hún helst vera með öðrum þ.a. þegar við þurftum að bíða og vera í fyrirstöðum var hún oft óróleg en þetta þarf hún að læra. Við fórum í svokallað Stykki. Fyrst fórum við inn að Illugastöðum og biðum þar eftir Skagfirðingum. Þar var ég með Erlu frænku Sævars. Þegar Skagfirðingar skiluðu sér riðum við upp að dal sem ég man ekki lengur hvað heitir og þar þurfti að bíða eftir Sævari. Síðan riðum við með honum upp í þennan dal og smöluðum hann. Við vorum næstum búin að missa féð við Bárðardal en það slapp.
Þegar ég kom heim var búið að ákveða fjölskydlukvöld. Ég eldaði frábæran karrýrétt sem ég fékk uppskrift af hjá Helan vinkonu. Svo horfðum við á mynd, Dirty Dansing með Patrick Swayze. Hann er svo flottur. Gott kvöld með krökkunum.
Í morgun átti að vera komið í hnakkana klukkan 7 en þegar við mættum var allt á öðrum endanum. Það var opið hlið og fullt af fé farið til fjalla aftur. Angela ætlaði að vera á bíl og var því ekki klædd til útreiða. Ég taldi hana gera meira gagn en mig og bauð henni hestinn minn. Það varð niðurstaða og hún fékk reiðbuxurnar mínar líka og við vorum því þarna við fjárhúsin á Þverá á nærbuxunum við að hafa buxnaskipti. Féð náðist á ótrúlega skömmum tíma og við vorum komin í Skrapatungu um kl 10.
Angela lánaði mér svo bílinn sinn og hestakerruna þ.a. ég gat komið Röksemd til síns heima.
Frábær helgi. Takk allir og sérstaklega Angela fyrir að taka mig með.
Nokkrar myndir
Lífstíll | Breytt 23.9.2008 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 19:13
Esjan
Var í Reykjavík í upphafi síðustu viku í skólanum. Fyrst ég komst upp á Spákonufell þá ákvað ég að fá Tobbu vinkonu til að ganga á Esjuna með mér. Auðvitað stóð ekkert á því. Það var alveg frábært. Það var þó nokkuð rok en byrtan eins og best er á kosið. Sólin að setjast þegar við vorum komnar upp að Steini. Það endurkastaðist bleikri byrtu frá húsunum í Mosfellsbænum. Við ákváðum að fara ekki lengra í þetta skipti enda klukkan orðin margt en næst verður farið alla leið.
Nokkrar myndir. Eins og sjá má er ég brosandi út að eyrum enda ekkert smá ánægð með mig. Frábær dagur. Takk Tobba.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 19:23
Árleg berjaferð á Strandir
Farið var á Strandir um helgina til að týna ber. Það er ekkert smá af berjum og við vinkonurnar týndum örugglega á milli 60 til 70 lítra. Við vorum á Gistiheimilinu á Borgabraut. Þetta var næstum því eins og að koma heim. Ég fór í allar gömlu lautirnar mínar og leið ekkert smá vel enda veðrið alveg frábært. Það er örugglega einhver kraftur í Borgunum. Að minnsta kosti kom ég endurnærð heim.
Maggi var búin að hanna berjahreynsigræju. Hún var smíðuð á sunnudagsmorgni og prófuð. Virkar alveg! Ætli það verði ekki til þess að við verðum hjá honum næsta ár því það er til mikils að vinna að komast yfir almennilega græju til að hreynsa.
Fór til Reykjavíkur á mánudagsmorgun til að fara í skólann. Kúrsinn sem ég er að taka lofar góðu.
Keypti mér myndavél þ.a. nú fara að koma myndir.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 21:51
Vá
Tveir frábærir dagar. ég held ekki að ég hafi upplifað annað eins. Það var gaman að ríða Skarðskarð en þetta var bara ólýsanlegt. Á laugardag riðum við upp dalinn á móti Skagaströnd sme ég man ekki hvað heitir en bæti því við seinna. Síðan riðum við yfir Skagaheiði og niður í Skagasel. Útsýnið og náttúran, hestarnir og allt. Veðrið dásamlegt, hefði ekki mátt vera heitara. Það rigndi meira og minna allan daginn á Blönduósi en við sluppum alveg við það. Fengum nokkra dropa á okkur í fyrsta stoppi og svo ekki söguna meir. Hryssan mín var frábær að venju. ÉG byrjaði á henni og það var frábært. Svo tók ég hestinn hennar Vilborgar og hann er mjög skemmtilegur og kann greinilega á svona umhverfi. Næst tók ég hestinn hans Valla og hann er fínn líka og kann líka á að ríða yfir fjöll og firnindi. Báðir eru mjög traustir. Síðasta spölin tók ég merina mína aftur og sú vr í stuði. Ég hef aldrei riðið annað eins tölt og allra seinasta spottan, alveg á fullri ferð. Bara frábært.
Sunnudagur var heiður og fagur. Við riðum fyrst að bæsem heitir Gauksstaðir og þar upp dal sem ég veit ekki hvað heitir. Næst var það Vatnadalur og hann er mjög fallegur. Að horfa niður í Skagafjörðin frá þessu sjónarhorni var mjög gaman því þarna fer enginn á venjulegum farskjótum. Við riðum síðan niður Hallárdalinn. Þá var ég að verða fremur þreytt og nudduð. Þar reyndi fyrst á því hestarnir þurftu að stökkva yfir læki og skurði og hvað eina og ég er mest hissa á hvað ég hékk á baki því stundum var stokkið niður af bökkum sem voru ansi háir. Síðan var stoppað í Hallárdalnum og Inga Maja kom með kaffi og kökur handa okkur. Ég ákvað að fara ekki lengra í þetta skiptið enda orðin vel þreytt eftir vel heppnaða og í raun frábæra ferð. Kæru samferðamenn, Takk fyrir mig! Vonandi myndir á morgun.
Góða nótt
Anna Magga
P.s. Til hamingju með silfrið.
Lífstíll | Breytt 26.8.2008 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 22:45
Félagsferð Neista
Ég ákvað að fara í Neistaferðina. Við riðum frá Lækjadal og á Skagaströnd. Þetta var alveg frábært. Ég held að brosið muni ekki detta af mér í bráð. Aðeins eitt sem skyggir á. Ég týndi myndavélinni. Ég held mér hafi ekki verið ætlað að eiga þessa vél. Hún týndi einhvrestaðar í námunda við Skagaströnd eða næstu ca 7-9 km áður en maður kmeur á Skagaströnd. Ef einhver finnur hana þá er klárlega bjór í boði (ef viðkomandi hefur náð aldri). Þ.a. engar myndir í dag en vonandi seinna. Ég var ein um að vera með myndavél í kvöld.
Ég fékk lánaða hesta hjá Valla Fremsta. Ég byrjaði á hryssunni minni og hún var alveg frábær. Svo tók ég hestinn hennar Vilborgar og átti ekki von á miklu, hélt hann væri frekar rólegur en það var öðru nær. Hann var í banastuði og var alveg frábær. Vildi helst vera fremstur en létt samt vel að stjórn.
Ekki meira í kvöld.
Góða nótt
Anna Magga
P.s. Ég fann myndavélina í morgun og hér koma myndirnar síðan í gær.
Nokkrar myndir af ferðafélögunum og af mér. Var að reyna að taka mynd af mér og Skjóna hennar Vilborgar en það var ekki alveg að takast. Síðustu myndirnar sem verða teknar á þessa myndavél.
Kv
Lífstíll | Breytt 23.8.2008 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 20:26
Starfsmannaganga
Í dag fóru starfsmenn grunnskólans og fjölskyldur í göngu upp með Giljá. Það er mikið af berjum og varla að það þyrfti að borða kvöldmat eftir allt berjaátið. Þessi fyrsta starfsmannaganga var létt. Umhverfið er samt mjög fallegt. Ég veit ekki hvort það er vöntun á ám frá því að ég var að alast upp eða hvað en mér finnst eitt það fallegasta í íslenskri náttúru árgil og litlir lækir.
Góð ganga sem ég held að allir hafi notið.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2008 | 17:52
Spákonufell 16. ágúst 2008
Í dag gekk ég á Spákonufell í fyrsta sinn. Hélt ekki að ég væri í svona góðu formi en þetta hafðist allt saman. Þórhalla og Sigga tóku mig með. Takk fyrir það stelpur. Ég er afar þakklát þegar einhver drífur mig af stað í eitthvað því ég á mjög erfitt með að koma mér af stað þessa dagana (alveg satt) en svo er svo gaman þegar maður er komin af stað. Ég hitti nokkra Strandamenn í ferðinni., Júllu, Villa, Bjössa og Signýju. Alltaf gaman að hitta Strandamenn. Útsýnið var frábært og ég er mjög stolt af sjálfri mér. Svolítið hátt á smá kafla og ég horfði fremur stíft niður fyrir fæturna á mér en það var bara smá kafli. Óli Benna var leiðsögumaður og stóð sig með sóma. Ég gerði mig að fífli, eða tók þátt í leiknum eins og einn samferðamaðurinn sagði og sá álfa í Álfkonusteini á leiðinni fyrir Óla. Þeir voru að halda partý örugglega í tilefni af Kántrýdögum alveg eins og við.
Fæturnir farnir að segja svolítið til sín á leiðinni niður en allt í lagi. Verð öruglega með harðsperrur á morgun (er það ekki örugglega skrifað svona?). Er samt þess virði. Vonast til að fara á Ströndina með Lilju í kvöld.
Kv
Anna Magga
P.s. Verða ekki einhverjir sætir strákar þar?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 21:09
Eiðar 2008
Mamma og pabbi komu að heimsækja mig á miðvikudaginn og fóru svo til Vilborgar systur á fimmtudag. Við pabbi kláruðum að setja sóplistana. Síðan fórum við í göngu út í Hrútey.Þar voru týnd ber. Þau eru ekki orðin mjög stór en þetta er allt að koma. Vöflukaffi á pallinum á eftir. Viðeigandi uppstilling. Vöfflujárn og bútsög í notkun á sama tíma.
Á föstudegi var lagt í hann því við Jóhanna ætluðum að verja helginni með foreldrum mínum og systur minni og hennar fjölskyldu á Eiðum. Fyrsta stopp var við Goðafoss og þar var pósað fyrir myndatöku.
Næsta stopp var í Steinsakoti(vona að það sé rétt munað hjá mér). Þar eru tengdaforeldrar Vilborgar systur með sumarbústað. Þar var búið að elda ofan í okkur grjónagraut.
Í Jökuldal eru þrír mjög fallegir fossar sem heita Rjúkandi. Sá neðsti er fallegastur og heitir Ysti - Rjúkandi. Þar var stoppað og við gengum upp með gilinu og síðan var pósað fyrir myndavélina. Eins og sjá má er þetta mjög fallegur foss og alveg þess virði að stoppa og ganga upp að honum. Hér er á ferðinni sennilega einn yngsti ef ekki sá yngsti lesandi Séð og heyrt. Gott að hún systurdóttir mín kunni að meta gott lesefni, eða þannig.
Við vorum alveg niður við Eiðavatn og höfðum aðgang að bát. Hann var óspart notaður. Við púsluðum eitt óvissupússl, ertu með augu í hnakkanum. Ferlega spennandi að sjá hvað kemur út. Ég mæli með því fyrir alla pússlara. Ekki má gleyma harmonikku ballinu sem við fórum á með Félagi eldri borgara úr Vestmannaeyjum. Jóhönnu fannst það vera hápunktur ferðarinnar.
Við fórum á Borgarfjörð Eystri. Þar hittum við félag eldri borgara úr Vestmannaeyjum, aftur. Fleiri sem maður þekkir í þeim hópi en þegar maður hittir unga fólkið..... Við skoðuðum Hafnarhólmann og borðuðum nesti þar. Mig langaði að taka mynd af öllum en það var ekkert til að setja myndavélina upp á til að geta notað timer. Mamma kom auga á ruslatunnu sem var í næsta nágreni. Ég tók hana á orðinu og sótti tunnuna, setti kælibox þar upp á og viti menn þetta passaði allt. ég var hins vegar að flýta mér full mikið í sætið mitt og eins og sjá vantar mig á fyrstu mynd. Ég settist og missti jafnvægið og lá í jörðinni áður en ég vissi af! Þetta hafðist þó í annarri tilraun og allir með á myndinni.
Jóhanna var að reyna að hafa ofan af fyrir sér í bílnum og var í tölvunni. Það var full bjart en það er ekkert annað að gera en að bjarga sér. Hún breiddi teppi yfir sig og tölvuna!
Þetta er í stórum dráttum ferðasagan. Við Jóhanna keyrðum heim í dag og þetta er alveg ferlega langt ferðalag. Brutum það þó upp með því að fara í Jarðböðin í Mývatnssveit og það var mjög gott, mæli með því.
Ekki mikið að gerast í húsinu. Mig vantaði tvö sett af brautum til viðbótar (í staðin fyrir það sem var vitlaust afgreitt, hélt það væri í lagi með það sem ég var komin með en það var það ekki). Mamma og pabbi sóttu brautirnar og komu með þær fyrir mig. Eitthvað skolaðist til og ég fékk vitlausar brautir! Og reyndar bara eitt sett en vantaði tvö! ég er að verða þreytt á Ikea!
Stebbi Páls lagaði lóðina hjá mér um helgina á meðan ég var í burtu. Sýnist það vera þokkalega gert. Snúrustaur næstur. Búið að setja niður hólk og vantar að steypa fyrir festingunni.
Ekki meira í kvöld.
Góða nótt
Anna Magga
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar