Færsluflokkur: Lífstíll

Er leti að grípa mig?

Kæru lesendur.

Ég er allt of lítið að skrifa þessa dagana. Ég var að vinna umhelgina þ.e. sunnudag og mánudag sem sundlaugarvörður. Já það er nú eitt og annað sem maður gerir þessa dagana. Þetta er ein leiðinlegasta vinna sem ég hef verið í. Fyrri dagurinn var allt í lagi enda styttri og meira að gera en seinni dagurinn ætlaði aldrei að líða. Þvílík leiðindi. Það á ekki við mig að sitja og gera ekkert nema horfa á fólk. Þetta hefði hugsanlega verið þolanlegra ef  ég hefði verið með prjóna. Ekki er hægt að lesa.

Ég fór á Akureyri á laugardaginn með krökkunum og það var ágætt. Við sáum nýju Battman myndina. Hún er fín fyrir hlé en þetta verður æði langdregið og miklar endurtekningar að mínu mati þegar tveir tímar eru liðnir. Stytta hana um 40 mín og þá væri hún frábær.

Er alltaf að gera smá og smá í húsinu en svo sem engar byltingar. ég er búin að koma á höldum bæði í eldhúsi og baði og á fataskápa. ég keypti 11 fataskápa en fékk aðeins 10 höldur! var ekkert að telja þegar ég fékk þetta og gat því ekki klárað í gær eins og ég ætlaði að gera. Enn eitt sem kom í ljos að ekki var í lagi. Það komu ekki höldur með baðherbergisinnréttingu. Ég talaði um að fá sömu höldur og í eldhús en viti menn það vantaði 3 höldur. Það tók einn og hálfan tíma að hringja í Ikea og koma þessu á hreynt.

Síminn hringdi rétt i þessu og það var spurt eftir Elínu! Wonder why? sem betur fer svaraði ég en ekki börnin. Er ekki í lagi með fólk. Að fara í símaskrá sem er gefin út fyrir skilnað!

Jæja er ferlega þreytt.

Ætla í bað í nuddbaðinu mínu!

Góða nótt

Anna Magga 


Myndir úr reiðtúr

Ætlaði að setja inn myndir á sunnudag en það komu gestir. Æskuvinkona mín úr Eyjum og dóttir hennar og tvær frænkur. ég tók ekki annað í mál en að þær gistu. Fræbært kvöld og gærdagurinn ekki verri. Við fórum á Skagaströnd og borðuðum á Kántrýbæ og sáum Hallbjörn sjálfan. Síðan fórum við upp í Hnjúkahlíð og ég leyfði stelpunum á fara á hestbak. Röksemd fannst þetta ekkert alveg það skemmtilegasta en hún lét sig alveg hafa þetta og þáði brauð fyrir veitta þjónustu. Síðan var farið á Húnavelli í sund. Frábær dagur. Takk fyrir stelpur. Fyrsti dagurinn þar sem ég hef verið heima og ekki gert neitt í húsinu frá því í apríl!

Svo átti að setja inn myndir í gærkveldi en þá var bilun í kerfinu og allt lokað. Núna ætla ég að reyna en það er ekki búið að gera alveg við þ.a. það verður að koma í ljós hvernig gengur.

Reiðtúr Skarðskarð 002 Reiðtúr Skarðskarð 003 Reiðtúr Skarðskarð 004 Reiðtúr Skarðskarð 006 Reiðtúr Skarðskarð 007 Reiðtúr Skarðskarð 016 Reiðtúr Skarðskarð 008 Reiðtúr Skarðskarð 010 Reiðtúr Skarðskarð 012 Reiðtúr Skarðskarð 019 Reiðtúr Skarðskarð 021 Reiðtúr Skarðskarð 016 Reiðtúr Skarðskarð 024 Reiðtúr Skarðskarð 029

Myndir komnar inn og eins og sjá má þá voru þessir dagar frábærir. Útsýnið eins og best gerist á Íslandi, félagsskapurinn frábær, góðir hestar og veðrið eins og best gerist.

Sunnudagurinn var líka frábær. Vilborg reið hálfa leiðina en svo skipti hún við Óla og hann reið restina. Við riðum lang leiðina inn á Blönduós. Ég var orðin ansi þreytt og stirð en það er allt í lagi eftir svona frábæra ferð. Vona að ég geti farið eitthvað álíka aftur í sumar. Alveg frábært að fara svona stuttar ferðir og fara heim að kveldi, sofa í sínu rúmi go halda svo áfram daginn eftir úthvíldur.(ferðasaga laugardagsins kom á laugardagskvöld).

Kv

Anna Magga


Besti dagur sumarsins

Bæði var þetta einn besti dagur sumarsins veðurlega og sennilega sá besti en ekki síður, ég fór í alveg frábæra ferð.

Vilborg og Valli buðu mér að koma með sér og við riðum í gegnum Skarðskarð (Geitaskarð) og niður að Kirkjuskarði. Fjóla var líka með í för. Þar eru hestarnir núna og við förum aftur núna á eftir og ætlum að ríða eitthvað áleiðis heim en setjum hestana svo á kerru restina af leiðinni.

Þessi leið er aðeins erfið á köflum, talsvert mikið á fótinn upp í skarðið en útsýnið sennilega eitt það besta sem hægt er að fá hér um slóðir. Á einum stað leyst mér ekki á, lofthræðslan næstum búin að bera mig ofurliði en mér tókst að taka á honum stóra mínum og komst í gegnum það. Það var mjög mjó kindagata, skriða upp og talsvert hátt niður, það versta sem ég geri en ég er að verða svoddan nagli að ég læt ekki svona mótlæti stöðva mig. Ég ætlaði að skreyta þetta með örnefnum en þarf greinilega að rifja betur upp. Mun yfirheyra Valla í dag og bæta inn seinnipartinn.

Óli sótti okkur inn að Kirkjuskarði og þar var borðað nesti.

Ég tók talsvert af myndum en bara eitt vandamál, ég skildi myndavélina eftir við Kirkjuskarð! Við Valli fórum að brynna hestunum þ.a. ég fór ekkert að kofanum aftur og vonandi liggur vélin mín þar ennþá. Ef ekki þá er ég búin að týna henni. Kemur í ljós. Ef hún bíður eftir mér og er í lagi verða myndir í kvöld.

Hryssan mín er í þvílíku formi. Hún fór í hestaferð í byrjun júlí og kom ekki heim fyrr en um síðustu helgi. Hún er hreint út sagt frábær, ég held ég hafi verið alveg sérlega heppin með þennan hest. Hún er frek en ég líka og sennilega snýst þetta um það hvor okkar er frekari hvort þetta haldi áfram að vera svona frábært.

Jæja þarf að fara að hafa mig til í reiðtúr dagsins.

Kv

Anna Magga 

 


16. júlí og ekkert bakað þetta árið!

Einn af erfiðari dögum sem betur fer að kveldi komin.

Höskuldur á afmæli í dag, til hamingju. Síðustu 21. árin hef ég haldið veilsu þennan dag, bakað banantertu og annað góðgæti en í dag var ég bara í þunglyndi. Ætlaði svo sem ekkert að blogga um´mína líðan en einhvernvegin þarf að fá útrás. Þessir fyrrverandi fjölskyldudagar eru erfiðir en vonandi venst þetta. Var ein megnið af deginum. Skrapp í bankann og misti það alveg á leiðinni heim og fór að gráta á miðri Húnabraut og ætlaði ekki að komast heim. Þoli ekki að vera svona en ég er svona samt. Hafði kviðið  talsvert fyrir sumarfríinu og greinilega ætlar það að verða fremur erfitt.

Var samt nokkuð dugleg í dag. Kláraði að ganga frá hurðum. Að vísu á eftir að setja brunahurð í en hún er svo þung að ég ræð ekki við hana ein. Ætlaði að fá einhvern en hafði mig ekki í það.

Stebbi Páls kom og klaraði að moka í skurðin hjá mér. Alltaf sami snillingurinn. Ég setti niður sólberjarunnann minn, jarðaberjaplönturnar,illinn og reynitrén sem Inga og Hrefna Ara gáfu mér, (hvor sitt tréð). Svo setti ég niður nokkrar víðiplöntur en var komin með nóg og þar sem það spáir þokkalega fyrir morgundaginn þá ætla ég að klára þá. Gerðist rafvirki og ætlaði að búa mér til hund til að sjá betur til á háaloftinu en perustæðið sem ég á er ekki með jörð en snúran er með jörð þ.a. það þarf að klára það á morgun.

Er að leita að einum kassa sem ekki finnst. Vona að hann hafi lent upp á lofti en ef ekki þá er ég ekkert í sérstaklega góðum málum. Var búin að leita þar án árangurs en vonandi er hann þar samt.

Nóg í dag.

Góða nótt

Anna Magga


Sími (net) bað og hurðir

Nú er allt að gerast. Rafvirkinn kom í gær og tengdi netið börnunum til mikillar ánægju. Ég skrapp í búðina og ákvað að fara upp í skóla og blogga í leiðinni. Þegar ég kom heim var bílafloti fyrir utan, bæði rafvirkinn og píparinn. Píparinn tengdi baðið langþráða og það var alveg geggjað að fara í bað í gærkveldi, nud,d útvarp og ljósasjóv (upp á íslensku). Stebbi Páls kom svo í gærkveldi og hjálpaði mér með hurðarkarmana og í kvöld settum við girektin í og ein hurð er alveg tilbúin, með hún, læsingu og allt saman. Stebbi boraði sem betur fer fyrir læsingunum því það er ekkert sem hjálpar við að setja gatið á réttan stað. Við Stebbi vorum sammála um að  hann væri sennielga betri í því en ég! Fyrst hann var byrjaður með borvélina þá héldu honum engin bönd og hann boraði fyrir húnunum líka. Ég hefði alveg treyst mér í það! Takk Stebbi, þú ert snillingur!

 Þetta er að verða eins og hjá fólki. Ég pantaði reykskynjara fyrir held ég tveimur vikum síðan þ.a. þó ég væri ekki komin með eldvarnarhurð þá væri amk reykskynjarar en það er eins og með annað, það tekur allt óratíma.

Hin partur dagsins fór í að taka til og reyna að finna húsið. Morgundagurinn fer sennilega að mestu í það sama en ég ætla að klára að setja húna og læsingar í.

Eitt í viðbót. Ég fór í apótekið og keypti baðkúlur (lét þó tegundina fyrir rómantík vera (wonder why)) og freiðibað. Prófaði slakandi kúlu um miðjan dag í dag og það var frábært.

Ekki meira í kvöld

Anna Magga

15. júlí 00115. júlí 00215. júlí 00415. júlí 00415. júlí 00715. júlí 01215. júlí 01315. júlí 017

P.s. Öll þið sem eru að fylgjast með mér, takk fyrir. Það er ótrúlega mikill styrkur á erfiðum tímum að vita að það sé fólk sem hefur áhuga á því sem maður er að gera. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé allar heimsóknirnar og ekki síst þegar ég sé allar IP tölurnar. Takk fyrir mig. Anna Magga 


14. júlí

Hef lítið bloggað um húsið. Ég er búin að vera á fullu síðan ég kom heim og ekki nógu dugleg að taka myndir. Hef verið að reyna að setja plönturnar niður en það þarf að moka ofan í skurðin og það tekur sinn tíma. Síðan ætlaði ég að einhenda mér í að flísa baðið en flísarnar komu ekki fyrr en tveimur dögum seinna en þær áttu að koma. Var að vinna alla helgina þ.a. það var ekki mikið gert. Þurfti því að bretta upp ermar í gær. Svaf ekki nema 5-6 tíma í fyrrinótt og var svo að flísa til kl 3 í nótt og var byrjuð kl 7 í morgun því ég var að vonast eftir pípara í dag. ég vildi amk vera búin með mitt. Er síðan búin að vera að flísa í dag. Sigurgeir kom í dag og er að vinna í húsinu og vonandi getur hann fundið út úr símanum þ.a. það verði hægt að horfa á fréttir í kvöld. ég er komin með loftnet en það næst ekkert merki. Sennilega er það af því að húsið á Sunnubrautinni er svo stórt og alveg í línu við Hnjukana þ.a. ég fæ ekki merki. Hvað eru menn að hugsa að leifa svona stórt hús innan um öll hin litlu?

Píparinn var ekki komin þegar ég fór úr húsi þ.a. ekki bað í kvöld. Vona að ég sé ekki farin að lykta mjög mikið!

Tengdi þvottavélina í gær og gat þvegið í fyrsta sinn. Þetta er allt að gerast.

Nokkrar myndir.

14. júl 00114. júl 00214. júl 00314. júl 00414. júl 00614. júl 00814. júl 010

Hildur kom og kíkti á mig á laugardaginn.

Þó nokkrir nefndu það við mig að ballinu að þeim langaði að koma og sjá hjá mér. Allir velkomnir að kíkja. Að vísu verður komin meiri mynd á þetta þegar fer að nálgast helgina.

Kv

Anna Magga 


Myndir frá 28.og 29. jún

Hér koma þessar langþráðu myndir. Tala vonandi sínu máli sjálfar.

28. júní. Flutt.

28. júní 2008 00228. júní 2008 00428. júní 2008 00628. júní 2008 00928. júní 2008 01028. júní 2008 01228. júní 2008 01628. júní 2008 01829. júní 2008 001

Pabbi fékk morgunkaffið við dúkað borð. Vilborg systir að fá sér líka. Pabbi að klára kassan utan um klósettið, loksins að það hafðist. Verið að þvælast með klósettið eina ferðina enn. Ég að tengja klósettið. Baðið komið í hús, hafðist kl 17 fluttningsdaginn. ég að máta baðið. Fyrsta kvöldmáltíðinn á Smárabraut. Gardínurnar fyrir stofugluggan þar sem tengdasonurinn gat ekki hugsað sér að láta tengdó sofa fyrir opnum tjöldum. Meira og nánar á blogginu síðan 28. júní.

29. júní.

Flutt og búið að sofa eina nótt.

29. júní 2008 00329. júní 2008 00529. júní 2008 007

Fyrsti dagurinn fór í að vera í garðinum. Pabbi var settur í að moka skít í skurðin minn sem Stebbi Páls gróf. Páll Ingþór og Gunna redduðu skítnum. Takk fyrir það.  Ég setti niður nokkrar plöntur sem voru í reiðuleysi á Hólabrautinni. Var að fara daginn eftir í frí. Hefði átt að taka myndir inni í húsinu því það var rosalegt. Hljóp frá öllum kössunum. Varla hægta ð riðja sér braut.

Kv

Anna Magga


Ekki einleikið með myndirnar!

Mætti snemma í vinnuna til að geta hent þessum myndum inn. En allt kom fyrir ekki. Tölvan í íþróttahúsinu les ekki USB tengið mitt og því ekki hægt að koma myndum inn í kvöld.

Skal geta gefið mér tíma á morgun, þó sennilega ekki fyrr en annað kvöld.

Verð að koma flísunum á baðherbergisveggin á morgun til að það verði hægt að tengja baðkerið. Er orðin frekar þreytt á að hafa ekki baðkar eða sturtu.

Notaði tækifærið fyrst ég var með lykla af íþróttahúsinu og skellti mér í sturtu. Það var alveg frábært. Er orðin ferlega spennt að prófa nýja nuddbaðið. Það sem mér finnst flottast er botnlýsingin. Ljósið er neðst í baðinu og lýsir beint upp í !!!!!! Ferlega flott! Er þó ekki búin að prufukeyra en gef skýrslu þegar að því kemur.

Ekki fleira í kvöld.

Kv

Anna Magga


Meira blog á næstunni

Er komin með skýringu á af hverju ég kom ekki inn myndum. Ég var búin með plássið sem er hægt að fá án greiðslu. Núna er ég búin að kaupa meira pláss ( 1 GB, ætli það dugi?) og myndirnar sem ég lofaði fyrir löngu síðan eru á leiðinni. Kannksi á morgun. Er að vinna á ballinu á Húnavöku. Er Mummi! Hef hugsanlega smá tíma þá.

Kv

Anna Magga


Vesen með myndir

Nú er ég búin að reyna allar aðferðir sem ég kann til að koma myndunum inn. Er búin að reyna tvær tölvur, mína og hjá mömmu og pabba, taka beint af tölvunni, taka af usb tengi og af geisladisk og allt kemur fyrir ekki ég fæ myndirnar ekki inn.

28. júní 2008 002

Kom einni mynd inn og svo ekki söguna meir. Fer að verða fremur pirruð.

Kv

Anna Magga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband