Færsluflokkur: Lífstíll
2.7.2008 | 23:44
Er í fríi
Ég er í fríi hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum. Ég kem sennilega heim á þriðjudag og þá þarf að taka til hendinni. Ég þurfti að fara með pabba suður og ákvað að stoppa aðeins og hvíla mig. Hljóp því frá kössum og allt á hvolfi. Krakkarnir sitja í miðri hrúgunni og geta sig illa og ekki hreyft.
Var búin að lofa myndum fljótlega. Myndavélasnúran týnd en ég keypti einhvern kubb sem er hægt að ná myndunum af vélinni með.
Nokkrar núna og fleiri vonandi á morgun.
Eða ekki. Það er alveg sama hvað ég reyni ég kem ekki inn myndum núna. Búin að reyna margar leiðir en ekkert gerist. Ég lendi stundum í þessu á kvöldin. Oftast gengur þetta samt eftir nokkrar tilraunir eð það gengur ekkert núna.
kv
Anna Magga
Lífstíll | Breytt 3.7.2008 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 11:59
Fyrsta nóttin nokkuð góð
Er á Hólabrautinni í næst síðasta sinn að öllum líkindum. Ótrúlegt hve lengi er von á einum. Við erum búin að fara 2 ferðir með bílinn hans pabba kjaftfullan. Síðan þarf að fara eina ruslaferð og þá fer þetta að verða komið. Það sváfu allir vel það ég best veit. Jóni Páli leyst ekkert á að ég færi að sofa með ekkert fyrir gluggum í stofunni þa.a það voru hannaðar gardínur úr laki og pappa.
Ég veit ekki hvenær koma myndir. Setti snúruna á mjög mjög góðan stað.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2008 | 23:26
28. júní og flutt
Flutti í dag með aðstoð margra. Þetta er búið að vera rosaleg törn og ég er að niðurlotum komin en þetta hafðist allt. Er með hurð fyrir baði og ekki aðrar. Baðkrið kom i dag. Datt í hús kl. 17:oo. Það þarf að laga aðeins á bak við það og rafvirkinn á eftir að klára tengingar.
Stebbi Páls hjálpaði mér í gær með hurðarkarma. Ekki veit ég hvort eitthvað klikkaði hjá honum eða hvort hurðarnarkarmarnir séu of breiðir en það frussaðist út fome (hvernig svo sem það er skrifað) karmmeðin og þegar ég setti girektin á þá ganga þau ekki alla leið að veggnum. Eitthvað ekki eins og það á að vera.
Er á Hólabrautinni ein til að reybna að átta mig á stöðunni og blogga því ég er ekki tengd á Smárabraut ennþá.
Finnst þetta skrítið en vonandi venst þetta. Sennilega verður þetta ekki skrítið fyrr en ég verð komin lengra með íbúðina og um hægist.
Myndir seinna.
Góða nótt
Anna Magga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 08:52
27. júní
Síðasti dagur. Allt á fullu og verið að til kl 11. Ég var of þreytt til að skrifa. Ég er ekki viss um að ég gæti mikið fleiri daga. Andlega álagið er líka allt of mikið. Ég sef ekki vel (geng fyrir svefnlyfjum í bili), hef litla list á mat og er að léttast allt of mikið. Þarf að komast til mömmu eða eitthvað til að safna þreki bæði andlegu og líkamlegu.
Það sem gerðist í gær var ekkert smá. Píparinn kom og ég verða ð segja það að ég mæli með N1 píðara. Þeir eru frábærir báðir og það er ekkert til sem heitir vandamál. Það er allt leyst. Það var tengdur eldhúsvaskur, klósett (þarf að vísu að laga það og það skrifast alfarið á minn reikning), tengingar fyrir þvottavél og uppþvottavél, kranar fyrir baðkar voru færðir og baðvaskur var tengdur. Þetta er ekkert smá fyrir einn dag.
Ég sagaði sjálf fyrir baðvaskinum og það gekk vel. Lærði aðferðina af Palla Marteins um daginn. Eitt og annað sem ég hef lært upp á síðkastið.
Þórhalla og Sigga komu seinnipart og settu saman fyrir mig húsgögn. Inga bættist svo í hópinn. Sigurgeir var í rafmagninu og Stebbi Páls kom og gróf fyrir trjáplöntunum. Svo leit hann inn og hjálpai mér að setja 2 hurðarkarma í. Gilsi minn ég varð að leita annað!
Valli og Vilborg litu aðeins við.
Hilmar leit svo við seint í gærkveldi og ég mér fannst þetta vera tilfinningaþrungið hjá honum að skoða að ég held eitt að síðustu afrekum pabba síns (vona að ég megi segja það Hilmar).
Jón Páll tengdasonur var á fullu í einu og öðru, samsetningum, tiltekt á bílskúr og fleira. Hann er greinilega mikill snyrtipinni. Erla Björk var á Hólabrautinni að pakka niður. Góður hluti af fataskápnum mínum er kominn á Smárabrautina og beint inn í skáp.
Held ég sé ekki að gleyma neinu.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 19:56
26. júní
Núna er ég að verða alvarlega þreytt. Fór heim kl sex og lagði mig í smá stund því ég var alveg búin á því. Farin að vera pirruð út í smáhluti. Hef ekki verið það í langann tíma.
Setti eldhúsvaskinn í og það var ferlegt bras því spennurnar sem halda honum ná ekku utan um borðplötuna og þverlistann í skápnum sem hlýtur alltaf að vera. Ég þurfti þess vegna að taka úr þeim og þetta var allt of tímafrekt en tókst allt og vaskurinn er fínn.
Við pabbi kláruðum að setja aftur upp viftuskápinn. Hann er fínn núna. SEm betur fer varég ekki byrjuð að flísa því Hafsteinn rafvirki kom til að finna lausnir á rafmagnsvandamálinu sem var að þvælast fyrir Sigurgeir. Hann setur auka barka í gegnum kassann góða þ.a. það þarf ekki að saga í sundur loftið mitt góða en það var það sem Sigurgeir hélt.
Berglind kom og færði okkur gómsæta gulrótarköku. Jóhanna var með henni.
Ég tók mynd af uppáhalds sölumönnunum mínum í dag loksins að ég mundi eftir að taka myndavélina með. Þeir standa sig alltaf jafn vel!
Ég finn ekki festingarnar fyrir viftuna og það er ekki nógu gott. Er einhver þarna úti sem er mjög fundvís. Bjór í boði fyrir þann sem finnur!
Myndir seinna í kvöld vonandi.
Ég þarf að fara að flísa kassann góða og koma Erling og Jóni Gísla af stað. Þeir ætla að stinga upp torfið til að Stebbi Páls geti mokað fyrir trjánum mínum. Hann ætlar að koma annað kvöld.
Jæja búin að flísa einsog hægt er og klukkan orðin 1 eftir miðnætti. Þetta var rosalega seinlegt en held þetta hafi tekist þokkalega.
Pabbi var að kvarta yfir að ég hefði ekki sagt frá flutningunum á hurðarkörmunum mínum. Guðjón kom til að flytja þá en var með gúmmíbátinn á kerrunni og karmarnir voru settir þar ofan á. Pabbi er alveg viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem hurðarkamar hafa verið fluttir á gúmmíbát. Skilst það sé mikið að gera hjá Stíganda og þeir hafi illa og ekki tíma til að saga karmana mína. vona að ég fái að minnsta kosti einn fyrir wc. Ef ekki þá á ég eina spónaplötu og lamir.
Guðjón kom við og vildi kaupa vespuna mína. Glætan eins og hún sé til sölu! Ekki fyrr en ég fæ mér mótorhjól sem verður örugglega einhverntíma!
Erla Björk og Jón Páll komu í kvöld.
Jæja ætla í pottinn í smá stund. Myndir í fyrramálið.
Góða nótt
Lífstíll | Breytt 28.6.2008 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 08:41
25. júní
Var of þreytt til að skrifa í gærkveldi. Var að til kl 00:30 og þá var ég alveg búin. Ég vakna alla daga milli 5 og 6 og þarf að pína mig til að liggja áfram en er komin af stað flesta daga fyrir 7. Svo þarf að elda mat því þegar maður er með fólk í vinnu þá þarf að gefa því að borða þ.a. það er ekki einu sinni sest niður í matartímum. Þetta fer þó að taka enda ég ætla að flytja á laugardaginn þó ég sé aðeins svartsýn núna en ég held þetta hafist þó eitt og annað verði óklárað. Maður þarf bara að sætta sig við það. En það auðveldar líka að grípa i eitt og annað ef ekki þarf að vera að hlaupa á milli.
Hurðarnar mínar fóru loksins í dag. Nýjar hurðar koma sennilega ekki fyrir helgi þ.a. það þarf að rífast um það hver fær þessa einu. Hin fer fyrir wc.
Kanturinn sem Ikea sendi á borðplötuna í eldhúsi er allt öðru vísi á litinn. Þ.a. ég tók stubb sem ég átti og sagaði kantinn afa og náði því alveg. Þvílíkur snilli!
Læt myndirnar tala. Þarf að fara að koma mér að verki.
Ýmislegt sem gerðist í gær.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 20:02
24. júní
Það gekk ágætlega í dag. Við kláruðum að setja skápana á klósettið. Hallinn á öðrum er ekki alveg réttur og er hann í gerjun. Pabbi mun detta niður á lausnina en þurfti að hugsa það aðeins. Pabbi er byrjaður á að smíða kassann utan um klósettkassan. Ég er búin að vera í símanum meira og minna í allan dag. Þurfti að hringja í Ikea því það vantar eitt og annað. Talaði við uppáhalds sölumanninn minn hana Guðlaugu. Hún er alveg sérlega liðleg og elskuleg. mæli með henni. Það tók þó allt of langann tíma.
Hurðarmálið er ekki ennþá komið á hreint. Mér heyrist ég þurfi að taka skellinn en ég er ekki alveg sátt við það því máltökublaðið sem ég skrifaði undir er rétt. Þetta kemur allt í ljós en sennilega flyt ég inn í hurðarlaust. Baðkarið mitt er ennþá einhverstaðar í hafi. Vonandi kemur það á morgunn eða hinn. Berglind kom og hjálpaði heilmikið. Inga kom líka og var í næstum allan dag og hjálpaði líka mikið. Takk stelpur. Hún tók til og það er allt annað að líta yfir íbúðina. Hrefna Ara kom og bauð mér reinitrésplöntur og jarðaberjaplöntur og auðvitað þigg ég það. Takk fyrir. Palli Marteins kom seinni partinn og sagaði úr fyrir vaskinn og helluborðið fyrir mig. Takk fyrir það. Siðurgeir er að fara á fullt í rafmagninu.
Þetta eru svona helstu tíðindi dagsins. Mikið þó eftir en ekki svo margir dagar. Það sem þó skiptir mestu er að fá klósett og vatn í eldhúsið og hurð fyrir klósettið. Ef ekki annað þá verður pissað fyrir opnum tjöldum!
Skrapp í Krák og keypti mér ketil. Klukkan var að verða 5 og Þorri og Svanur voru farnir að sakna þess að sjá mig.
Pabbi týndi tommustokknum en hann var auðvitað rétt við fæturna á honum. Klósettið var tekið af og hent út í garð. Mér fannst þetta svo fynin uppstilling að ég varð að festa þetta á mynd. borð og stóll út á palli og klósett.
Gilsi kom í kvöld til að mæla hve mikið þyrfti að taka af körmunum. Ég fór að ræða stóra viftumálið við hann og hann stóð á því fastar en fótunum að það þyrfti að taka úr skápnum þa við skoðuðum viftuna og það lítur út fyrir að hann hafi rétt fyrir sér.
Kv
Anna Magga
Lífstíll | Breytt 4.7.2008 kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 23:00
23. júní
Enn einn dagur að kveldi kominn. Frábær dagur og mikið sem gerðist og bílskúrinn er að verða tómur. Davíð (sem sá um hurðarnar fyrir mig hjá Agli Árnasyni) ætlaði að klára það mál í dag en hringdi ekki og það voru skilaboð um að hringja í mig en það var ekki gert. Hann byrjar í fæðingarorlofu á morgunn! Ferlega vont þegar eru svona úrlausnarmál og það þarf að setja nýjann inn í málið. Það voru settar hurðir á alla fataskápa nema hjá Erling en það vantar hana. Ég veit ekki af hverju. Það vantar líka baðherbergisvaskinn.
Sigga og Þórhalla komu og hjálpuðu mér heilmikið. Þær voru aðallega í fataskápum. Berglind kom líka og hjálpaði smá en ætlar að koma aftur á morgun.
Lífstíll | Breytt 4.7.2008 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 22:51
22. júní
Frábær dagur og það gekk mjög vel. Settir upp fataskápar og stilltir af. Það þurfti að stilla talsvert af í stærsta herberginu. En allt hefst þetta um síðir.
Vilborg systir kom og Anna María guðdóttir mín. Húner alveg frábær og það var mjög hressandi að sjá þær báðar. Anna María fékk að fara í pottinn með Önnu Möggu frænku. Henni fannst það ekki leiðinlegt.
Fyrsta vöflukaffið á Smárabrautinni.
Lífstíll | Breytt 4.7.2008 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 22:49
21. júní
Enn einn dagurinn að kvöldi komin. Vaknaði kl 6 í morgun og ákvað að það væri miklu nær að fara að vinna en velta sér upp úr leiðinlegum hugsunum. Fór langt með að flísaleggja baðið áður en aðrir vöknuðu.
Við pabbi settum upp skápinn inni hjá Erling og núna er hans herbergi alveg tilbúið. Bara eftir að raða inn í skápinn og flytja inn í það.
Við kláruðum líkað að setja upp skápinn í forstofuna og röðuðum öllum skápunum upp í stærra svefnherbergið. Þar með fundum við skakka vegginn! Húsið er mjög beint og meira og minna réttur halli á öllu sem auðveldar alla uppsetningu á innréttingum en milliveggurinn í svefnherberginu er skakkur svo munar hátt í sentimeter. Það flækir málin aðeins en það þarf að setja fellilista þar inn báðu megin og það þarf að laga hann til.
Ég fór í Krák í dag eins og aðra daga og var að hrósa Þorra og Svani. Hái fékk mig til að reyna að kaupa af þeim dropa í hallamál. Þeir sáu við mér (og Háa).
Tobba vinkona var að fara á Akureyri og stoppaði og pakkaði í þó nokkra kassa. Takk Tobba.Ekki amalegt að fá svona sendingar. Gróf restina.
Inga Sig er á fótboltamóti hér og kíkti við. Hún og Tobba voru nýttar í að koma upp öðrum stóra skápnum. Ekki veitti af.
Þ.a. mikið sem gerðist í dag og gestkvæmt.
Góða nótt
Anna Magga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anna Margrét Valgeirsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar