Færsluflokkur: Lífstíll

20. júní

Ég gaf mér ekki tíma til að skrifa í gær. Var alveg úrvinda en ákvað að henda inn myndum. Það gekk nokkuð vel. Við kláruðum sólbekkina. Alltaf frábært þegar eitthvað klárast og þarf ekki að hugsa um meira. Það er líka svo gott þegar eitthvað dót er frá því þá minnkar aðeins dótið sem maður er að detta um.

Ég fór í uppáhalds verslunina mína í gær og hitti þar uppáhalds sölumennina mína, Svan og Þorra. Þorri seldi mér úrsnag og vissi alveg hvað það er!

Sigga kom og hjálpaði mér. Takk fyrir það Sigga. Hvar væri maður staddur ef maður ætti ekki svona vini!

Jóhanna hélt áfram að fúga og stóð sig vel í því. Henni finnst gaman að drullumalla með fúguna.

18.19,20 júní 2008 01418.19,20 júní 2008 01518.19,20 júní 2008 01618.19,20 júní 2008 018

Ég hringdi í hana Sædísi sem á gróðrarstöðina Gleim-mér-ei og ætlaði að kaupa alaskavíði í kringum lóðina. Hún var nú ekki alveg á því og vildi selja mér hreggstaðavíði og það varð niðurstaðan. Ég keypti líka rifs og sólberjarunna. Ég þurfti að stika lóðina til að finna út hve margar plöntur þyrfti og Jóhönnu fannst ég fremur hallærisleg og tók myndir af henni móður sinni.

18.19,20 júní 2008 02018.19,20 júní 2008 02118.19,20 júní 2008 02318.19,20 júní 2008 025

Það var gestkvæmt í gær. Palli Marteins leit við og hafði áhyggjur af því að ég væri búin að eyðileggja viftuskápin samanber blogg fyrir nokkrum dögum. Hann sagði mér að þetta er eins og það á að vera því viftan þarf að taka loftið í gegnum sig þar sem það er ekki gert ráð fyrir barka út. Takk Palli. Það er gott að vera með virka eftirlitsmenn. Næst á dagskrá er að mæla fyri vaski og helluborði og pabbi leggur ekki í það. Spurning með að fá einhvern góðan í það! Er einhver sjálfboðaliði þarna úti? Það sem meira er, stingsögin mín er alveg að deyja. En ég þarf svo sem að kaupa nýja. Það er ekki hægt að eiga ekki stingsög.

18.19,20 júní 2008 026

Ég fékk lánaða kerru hjá Guðjóni og hann var rosa fyndin eins og vanalega. Hann hengdi kerruna aftan í bílinn hennar Siggu, en var staðin að verki. 

18.19,20 júní 2008 027

Að síðustu er hér ein mynd af aðal mótorhjólagellunum í bænum.

Kveðja

Anna Magga


19. júní

Jóhanna var mjög dugleg í gær og fúgaði og þreif fúgu. Við Pabbi vorum að brasa í sólbekkjum og það gekk ágætlega. Ég hef oft gripið bútasaumstikuna mína þegar ég er að smíða eitthvað og viti menn pabbi notaði hana líka í gær og komst að því að hún er ágætt verkfæri. Erling setti saman nokkrar skúffur um kvöldið.

Góða nótt.

Anna Magga

18.19,20 júní 2008 00818.19,20 júní 2008 00918.19,20 júní 2008 01018.19,20 júní 2008 01118.19,20 júní 2008 013


18. júní

Einn erfiðasti dagur síðan að ég skildi. Það eru 20 ár síðan að hann faðir minn leiddi mig upp að altarinu. Fremur kaldhæðnislegt í ljósi atburða  Gróa á Leiti líka í essinu sínu þessa dagana. Ég vona að hún fari ekki mjög illa með börnin mín.

Ýmislegt sem gerðist í dag. Gilsi stóð við gerða samninga og kom til að setja í hurðir. Hann kenndi mér að setja saman hurðarkarminn og við ákváðum að máta eina hurð til að sjá hvernig þetta færi en þá kom babb í bátinn. Það voru allar hurðirnar vittlausar nema 2. Ekki nóg með það þá passa karnarnir ekki heldur. Er ætlast til þess að ég sagi neðan af þeim? Það eru fellilistar (listi sem er undir hurðinni sem einangrar) á hurðunum og það þýðir það að karnarnir og hurðirnar leggjast ofan á gólfið. Sem sagt allt í sömu hæð ( eða er það ekki?) alla vega segja mér smiðirnir sem ég er að ráðfæra mig við það. Það á að flytja inn eftir um það bil viku en það tekur 2-3 að fá hurðar. Ekki víst að börnin verði ánægð með að flytja inn í hurðarlaust hús. Við erum ekki einu sinni með nothæfa wc hurð.

Á tímabili í kvöld var ekki verfótandi fyrir iðnaðarmönnum í húsinu. Tveir smiðir og einn rafvirki og Jóhanna að þrífa fúgu. Sem sagt allt á fullri ferð.

18.19,20 júní 2008 00118.19,20 júní 2008 00318.19,20 júní 2008 00418.19,20 júní 2008 007

Jóhanna var be'in að leggjast á það sem afi hennar var að saga og tók það mjög bókstaflega!

Kristján frændi minn sagaði fyrir mig borðplötuna í eldhúsið og pabbi var eins og barn í leikfangaverslun að skoða öll þessi nýtískulegu tæki og tól í Stíganda. Allt tölvustýrt eins og hann sagði.

Einnig kom í ljós að þó þeir séu algjörir snillar hjá Ikea þá eru þeir ekki óbrigðulir því skápurinn yfir viftunni er bölvað maus. Það þarf að taka úr honum botninn og ef maður gerir þetta eins og þeir ætlast til þá fer heill 60 cm skápur undir barka og virftuna. Við þurfum sem sagt að taka eftir skápana niður og fin út úr þessu viftudæmi.

Ekki meira í kvöld engar myndir því ég gleymdi vélinni á Smárabrautinni.

Góða nótt

Anna Magga

P.s. Vilborg systir ætlar að koma á laugardaginn. Hvar væri ég stödd ef ég ætti ekki eins frábæra fjölskyldu og ég á!


17. júní

Það er reyndar komin 18. júní og í dag eru nákvæmlega 20 ár síðan að við Höskuldur giftum okkur. Þetta hefur leitað talsvert á hugan í dag og gert daginn fremur erfiðan. Ekki bætti úr skák að ég fékk fréttir sem ekki komu á óvart en  voru sárar. Það er með ólíkindum hve það þarf lítið til að rugga bátnum þegar maður er illa fyrir kallaður.

Annars var dagurinn nokkuð góður. Ég var beðin um að halda hátðiarræðu í dag og ákvað að gera það. Reyndar ætlar Gilsi að hjálpa mér með innihurðirnar í staðin, kaup kaups. Þannig ganga allir hlutir þessa dagana. Ég læt ræðuna fylgja hér að neðan. Ein mynd af mér og pabba og ERling sem fánabera þó hann sjáist ekki vel.

Við komum neðir skápum saman í dag í seinni lengjunni í eldhúsinu og erum búin að koma upp einum skáp en verðum sennielga fljót að koma hinum upp. Ég ætlaði að reyna að komast lengra með baðherbergið en kláraði flíslímið þ.a. það er í biðstöðu til morguns. Erling átti að fúga herbergið sitt og hann hafði talsvert fyrir að hræra fúguna en þegar allt kom til alls hafði ég keypt lit sem var alveg hræðilegur og hann fer í ruslið. Það þarf sum sé að kaupa fúgu á morgun.

Því var sjálfhætt um miðnætti.

17.júní 2008 00217.júní 2008 00417.júní 2008 00617.júní 2008 008

Góða nótt

Anna Magga 

Góðir samborgarar. Þegar ég var beðin um að ávarpa þessa samkomu var fyrsta spurning,  um hvað á að tala á 17. júní? Ég leitaði ráða hjá föður mínum sem er staddur hjá mér núna. Hann hafði að sjálfsögðu skoðun á því eins og öðru. Þar sem ég fer eftir því sem hann faðir minn segir mér í einu og næstum öllu þá ætla ég að reyna að fylgja ráðum hans.  Hvers viljum við helst minnast á þessum degi? Af hverju erum við yfir höfuð að halda hann hátíðlegan? Í mínum huga snýst þessu dagur um frelsishetjurnar okkar. Ætli það sé til sá Íslendingur sem ekki er stoltur af frelsishetjunum okkar. Mönnunum sem sáu til þess að við erum sjálfstæð þjóð í dag. Mönnunum sem áttu sér hugsjón og lögðu ómælda vinnu á sig til að íslendingar yrðu sjálfstæð þjóð. Mönnunum sem lögðu grunninn að þeirri auðlegð sem við búum við í  dag. Foreldrar mínir eru bæði fædd árið 1944 og tilheyra því fyrstu kynslóð sjálfstæðra íslendinga.  En um hvað snýst það að vera sjálfstæður íslendingur? Er það að vera eins og Jónas Hallgrímsson og semja falleg ljóð um okkar ástfögru ættjörð og berjast fyrir málstað sem maður trúir á? Er það að vera eins og Einar Benediktsson og vera stórhuga og vilja jafnvel selja Gullfoss til að tryggja íslendingum auðlegð? Er það að vera eins og Jón Sigurðsson og berjast fyrir sjálfstæði Íslands. Er það að vera kaupsýslumaður og eiga hlut í erlendum stórfyrirtækjum? Sennilega sér það hver með sínum augum.  Í mínum huga snýst það að vera sjálfstæður íslendingur um að trúa á sjálfan sig, gera gott úr því sem maður hefur, selja ekki sálu sína, hvorki fyrir auðlegð né frægð og frama og hlúa að sér og sínum. Ég trúi því að til að geta hlúð að fólkinu sem í kringum mann er þurfi fyrst að hlúa að sjálfum sér. Ég trúi því að til að farnast vel þurfi maður að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera. Ég trúi því að það þurfi að hafa kjark til að framkvæma það sem mann langar til. Kjark eins og frelsishetjurnar okkar höfðu. Þær framkvæmdu og uppskáru. Að því búum við í dag.   Ég trúi því að til að vera sannur Íslendingur þurfi að hlúa að umhverfi sínu. Til að gera það þarf að byrja heima í sínum eigin reit.  Ég trúi því að ef hver og einn vill vera sjálfstæður Í slendingur án þess þó að ganga á rétt annarra muni okkur farnast vel. Við eigum eitt fallegasta land í veröldinni. Við eigum eitt ósnortnasta land í veröldinni. Þannig viljum við hafa það áfram því við erum sjálfstæðir Íslendingar. Gleðilega þjóðhátíð.

 


Mánudagur

Langur og strangur dagur. Ætlaði ekki að nenna að setja afrek dagsins niður en ég veit að mamma les á hverjum degi þ.a. fyrir þig mamma.

Talsvert sem við komum í verk í dag. Ég var mætt niður í Stíganda til að fá þá til að gera eitt og annað fyrir mig kl 8 í morgun og var að koma heim rétt í þessu þegar klukkan er hálf tvö. Það er mikið að gera hjá þeim í Stiganda þ.a. að þeir komast ekki í að hjálpa mér alveg strax en miskunnuðu sig yfir mig og söguðu listana fyrir sólbekki. Sigurjón kom í morgun með vörur.

 16.júní 2008 001

Við fundum út úr hvernig á að setja sóplista á. Notum spennur sem eru ferlega sniðugar sérstaklega þar sem það er ekkert mál  að taka listana af aftur t.d. þegar er málað.

Hólmfríður og Inga komu við og tóku myndir en það gleymdist að taka myndir af þeim, sorry stelpur.

 16.júní 2008 00316.júní 2008 00416.júní 2008 006

 

Rafvirkinn mætti í kvöld og byrjaði aðeins. Hann ætlar að halda áfram á morgun. Erling kom líka og setti saman nokkrar skúffur.

16.júní 2008 010 16.júní 2008 011

Pabbi var búin að velta mikið fyrir sér hvernig ætti að setja sólbekkina á. Það er verið að nota allt aðrar aðferðir en þegar hann var í þessu. Það fannst út úr því og einn sólbekkur er tilbúin til límingar. Ég skilaði pabba heim um kl 10 í kvöld og fór þá í að flísaleggja baðið. Er rúmlega hálfnuð. Þannig að margt gerðist í dag.

16.júní 2008 013 

Góða nótt

Anna Magga


Sunnudagur

Í gær var önnur hliðin af eldhúsinnréttingunni sett saman. Það tók nokkuð langan tíma að koma þessu fyrir þannig að það væri nógu rétt fyrir pabba. Hér eru viðhöfð almennileg vinnubrögð! Við getum ekki byrjað á hinni hliðinni því það vantar rafvirkja. Hann ætlar að koma annað kvöld. Dósin fyrir eldavélina lendir við samskeyti milli skápa þ.a það þarf eitthvað að laga það. Ég sendi pabba heim um kvöldmat en fór sjálf aftur og nánast kláraði að flísaleggja forstofuna. Var að til klukkan eitt eftir miðnætti og gat ekki boðið nágrönum upp á að saga flísar á þeim tíma.

15.júní 2008 00515.júní 2008 00615.júní 2008 00815.júní 2008 013

Hér er verið að mæla og bera lóðbretti við. Ég lá meiri hluta dagsins á gólfinu við að skrúfa fram og til baka. Pabbi tók eina mynd af mér en fékk að taka aðra með kaffikönnuna við hliðina á mér til að árétta að hann fengi ekki að fara í kaffi. 

 

15.júní 2008 01415.júní 2008 01515.júní 2008 002 

Hái var að slá í næsta húsi og rak inn nefið. Við erum búin að setja saman nokkrar skúffur og ein er kominn á sinn stað. Það voru líka settir einir 5 fataskápar saman en ekki hægt að koma þeim á sinn stað þar sem það vantar lista upp við vegg. Vona að ég geti fengið þá hjá Stíganda sem allra fyrst. Pabbi vildi fá klósett í húsið þ.a. það er búið að setja það upp til bráðabrigða. Við settum frontana vitlaust á og gátum ekki fundið út hvernig átti að ná þeim af aftur. Auðun í næsta húsi kom og rifjaði þetta upp. Sennilega er niðurstaðan sú að það var heilmikið gert í dag.

Kv

Anna Magga


Allt komið á fulla ferð í húsinu

Við pabbi komum á Blönduós í gærkveldi. Við byrjuðum á eldhúsinnréttingunni í dag. Pabba fannst þetta ansi mikið af skápum. Við komum þeim öllum saman í dag. Við byrjum á að setja allt saman á morgun.

Nokkarar myndir.

13. maí 2008 00313. maí 2008 00513. maí 2008 007

Kveðja

Anna Magga


Komin heim frá Bath

Frábær ferð til Bath með vinkonunum. Kom endurnærð til baka. Get mælt með að fara þangað. Frábær lítil borg, hlýleg og skemmtileg. Sá Stonehenge og finnst mikið til þess koma. Ég er alveg ákveðin að fara þangað aftur. Við fengum frábært veður allan tíman. Komum sólbrúnar og sællegar til baka.

Takk fyrir frábæra viku stelpur.

Nokkrar myndir til gamans.

Bath 1 033Bath 1 108Bath 027

Kveðja

Anna Magga


Farin til Bath!

Ég er að fara til Bath í fyrramálið með vinkonunum Tobbu, Helen og Sigrúnu. Við gáfum okkur þessa ferð í fertugs afmælisgjöf og loksins loksins er komið að því. Veit ekki hvort ég blogga mikið frá Bath. Það verður bara að koma í ljós. Góða ferð við allar.

Kv

Anna Magga


Skall hurð nærri hælum?

Eins og sjá má á færslunni minni frá í fyrradag þá skrapp ég yfir Þverárfjall  á vespunni minni. Nema hvað nákvæmlega einum sólarhring seinna var Bjössi á ferðinni á nákvæmlega sama stað og ég. Að keyra á olíubíl á eftir Bjössa er kannski ekki skynsamlegt (eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag) en hvað hefði ég átt að gera á vespunni minni? Snúa við? Keyra á eftir Bjössa? Ég veit það ekki en fyrir ykkur sem gagnrýnið það að Bjössi var felldur - hefðuð þið viljað vera á hjóli og mæta Bjössa? Ég er ekki að réttlæta að hann hafi verið feldur en ég vil ekki hitta Bjössa á förnum vegi og ég vil ekki að börnin mín hitti Bjössa!

Kveðja

Anna Magga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband