Kominn hinu megin við borðið

Ég er búin að vera að hamast við að búa til próf í dag og fínpússa gömul próf sem ég get notað og svo framvegis. Tók mér tveggja tíma pásu til að fara út að borða með Bútós á Árbakkanum. Alltaf góður matur þar. Svo varð ég að setjast niður aftur. Var að klára síðasta prófið. Tók tölvuna með heim því ég nennti ekki að fara aftur upp í skóla. Ég var rétt að klára þannig að nú get ég farið að sofa.

Fór á Akureyri með börnunum mínum um síðustu helgi og við áttum góða helgi saman. Vonandi meira um það bráðlega og nokkrar myndir.

Góða nótt

Anna Magga 


Próflestur

 

 Er að fara í próf á morgunn og hef verið að lesa yfir helgina og undanfarnar tvær vikur eins og ég hef komist yfir. Ég ákvað að vera skynsöm og flutti á Aðalötuna því þar eru ekki nein verkefni sem bíða og þá get ég vonandi einbeitt mér að lestri. Reyndar var mér boðið á jólahlaðborð í gærkveldi á Árbakkanum. Það var fínt og góð hvíld frá lestri. Maturinn var frábær eins og alltaf á Bakkanum. Ég held maður eigi eftir að sakna þeirra Erlu og Mumma. Þau eru einfaldlega að bjóða upp á besta matinn í bænum að mínu mati. En planið með lesturinn gekk upp. Ég hefði aldrei verið jafn dugleg heima hjá mér jafnvel þó krakkarnir hafi ekki verið heima.

Jæja ekki meira í bili.

Kveðja

Anna Magga


Allt of mikið að gera

Kæru lesendur!

Ekkert skrifað svo dögum og jafnvel vikum skipti.

Ég er að kenna tvö kvöld í viku til kl 20:15 og fer í leikfimi hjá Berglindi tvö kvöld í viku. SEm sagt enginn tími til að sinna síðunni. Ég ætla alltaf að gera eitthvað um helgar en svo verður ekkert úr því því þær eru liðnar áður en þær byrja. Það er helst að maður getir stolist eins og núna. Nemendur eru að vinna verkefni sem þeir geta unnið nánast alveg sjálfstætt og þá get ég stolist smá. Sennilega ekki gott til afspurnar en ég trúi því að þegar nemendur þurfa lítið á kennaranum að halda og eru að vinna sjálfir þá eru það bestu kennskustundirnar.

Kveðja

Anna Magga


Fyrstur með fréttirnar!

Það  er svo merkilegt að búa í litlum samfélögum á Íslandi. Ég hef reynslu af nokkrum og þau eru öll eins alveg sama hver stærðin er. Það eru allir að keppast við að vera fyrstir með fréttirnar og það er mun  mikilvægara að vera fyrstur með fréttirnar en að vita hvort ,,fréttirnar" séu réttar eða bara óvinveitt slúður.

Sjálf hef ég orðið nokkuð fyrir barðinu á Góu á Leiti undanfarið. Það þarf ég þó ekki að segja neinum. Framanaf voru það atburðir þar sem ég hafði ekkert um að segja og var ekki gerandi nema að mjög litlu leiti. Ég hafði hreynan skjöld, hafði ekkert gert annað en að reyna að vera góð eiginkona, móðir og borgari hér í þessu samfélagi. Yfir nótt breyttist þessi staða mín og allt í einu var mitt einkalíf á allra vörum. Nokkuð sem mér líkar ekkert sérstaklega vel, enda hafði ég fram að því reynt að haga mínu lífi þannig að ekki vekti mikla athygli. Stundum þurfa samborgararnir þó að fá að velta sér upp úr því sem náunginn er að gera og oft hef ég gert grín að slíku fólki og velt fyrir mér hversu leiðinlegt og innihaldslaust þeirra líf hljóti að vera fyrst það eina sem það getur talað um er líf annarra. Ég lifi hins vegar svo skemmtilegu lífi að ég hef lítinn áhuga á að tala um aðra, ég er svo miklu áhugaverðarði (að eigin mati) og það sem ég er að gera. Oft hef ég velt því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hvað þessi kjaftagangur hafi í för með sér. Eftir að ég varð einhleyp hef ég varla vogað mér að tala við karlmann og alls ekki ef hann er einhleypur (sennilega er það jafnvel verra ef hann er giftur því einhleypar konur hafa sennilega bara eitt í huga þegar þær tala við karlmenn). Ég hef velt því fyrir mér hvernig einhleypar konur (og auðvitað karlar líka) fara að því að búa í litlum samfélögum. Ég er til dæmis vel lifandi en það að voga sér að svo mkið að horfa á karlmann gerir það að verkum að allur bærinn er farin að velta því fyrir sér hvort ,,þau hafi sofið saman" og svo framvegis. Hin minnstu tilefni verða til þess að allt fer af stað. Dæmi: ég dansaði við mann á balli, það var maður sem sá mig ganga yfir brúnna fremur snemma morguns. ,,Hvaðan ætli hún hafa verið að koma"? ,,Hver var sá heppni ( eða óheppni)"? Nokkrum dögum seinna hafði maðurinn sem sá mig á brúnni séð mig koma út úr ákveðnu húsi (að sögn Gróu á Leiti). Sennilega þarf ég ekki að segja meira. 

Fyrirgefið þið, en hvað kemur öðrum þetta við? Þarf ég að fara til Reykjavíkur ef mig langar að sofa hjá eða bara dansa við karlmenn? Ég er ósköp venjuleg manneskja og mig langar að lifa lífinu lifandi en mér finnst þessi kjaftagangur fremur ósmekklegur. Hvað með börnin mín sem hafa gegnið í gegnum heilt helvíti þetta árið. Eiga þau að lifa endalaust við það að foreldrar þeirra séu á milli tannanna á fólki.Síðustu daga og vikur hefur Gróa á Leiti verið alveg ótrúlega upptekin af mér og mínum einkahögum. Flest af því sem sagt hefur verið er þó satt og ennþá hef ég ekki heyrt neitt rætið. Þó að Gróa á Leiti hafi rétt fyrir sér vil ég helst vera fyrst til að segja mínum nánustu frá því sem er að gerast í mínu lífi.

Mér finnst gott að búa á Blönduósi en mér finnst vont að vera alltaf á milli tannanna á fólki. Það er ekki vandamál í mínum huga þegar sögurnar eru sannar en þegar þær eru byggðar á tilgátum þá geta þær meitt börnin mín. Þau eiga það ekki skilið.

Ég lifi svo áhugaverðu lífi að ég þarf ekki að velta mér upp úr því sem aðrir eru að gera. Það er alltaf nóg um að tala án þess að ég þurfi að vera mikið að tala um náungann. 

Hversu áhugavert er þitt líf?


Árshátíð

Var á árshátíð um helgina. Hún var alveg frábær eins og vanalega. Jóhanna málaði mig og greiddi mér. Þó ég segi sjálf frá þá var þetta alveg frábært hjáhenni. Ég freistaðist til að kaupa kjól um daginn, hárauðan og ekkert smá flegin. Ég hef aldrei farið í svona fleigna flík. Ákvað nú samt að láta vaða og fannst ég bara flott.

Ein mynd af okkur mæðgum á balli. Og stóðst ekki mátið að setja eina af okkur nöfnum.

Góða nótt

Anna Magga

Árshátíð 006Árshátíð 003


Löngumýrarhelgi

Ég var á Löngumýri þar síðustu helgi. Ég ætlaði að vera búin að skrifa um það fyrir löngu en svona er þetta. Það hefur verið svo brjálað að gera. Helgin var frábær eins og alltaf þegar góðar konur koma saman. Ekki er verra að sitja saman og sauma. Ég saumaði þessa líka fínu tösku sem Jóhanna átti að fá ef hún vildi. Ég var svo ánægð með töskuna að mig langaði mest að eiga hana sjálf. Jóhanna vildi svo ekki töskuna þannig að nú á ég þessa líka fínu tösku aðallega saumaða úr gömlum gallabuxum. Síðan saumaði ég fínan jólalöber sem var verkefni helgarinnar. Ég á bara eftir að setja á hann bak og quilta. Óvissuverkefnið var þessi fína sessa í saumastólinn. Afköst helgarinnar voru sum sé nokkuð góð enda hef ég ekki sest við saumavélina ansi lengi nema rétt til að gera við föt eða annað sem er ekkert mjög skemmtilegt. Já og ég gleymi púðanum sem ég kláraði. Að vísu átti bara eftir að setja í hann rennilás en það er sama, það var klárað.

Mig langar að láta fylgja hér brag sem hann Gunnar staðarhaldari á Löngumýri söng fyrir okkur og samdi í fyrra. Vona að ég megi það!

Myndir koma vonandi mjög fljótlega.

Kv

Anna Magga

Saumahelgi Lag: Stebbi og Lína 

Það var fyrir nokkrum árum þegar Strúna fór á stjá að hún stefnu tók að hóa saman konum.

Sem höfðu jafnvel áratugi alið sömu þrá með afgöngunum listhneigð sína tjá. 

En hvað var þá til ráða til að koma þessu á skriðvar Kristrúnar því næsti höfuðverkur.

Svo fljótlega hún kynna fór sér kvennaathvarfiðþar sem kirkjan veitir saumaóðum grið. 

Því varð Löngumýri staðurinn sem Strúnu líkar velsvo hún stefnir þangað miklum kvennaskara.

Sem að mæta þó að stundum nauði stormur eða éltil að standa í botni túrbósaumavél. 

Er þær byrja hér á fimmtudögum fílingur er sáað formúlan sé um það bil að hefjast.

Með títuprjón í munni, tána peldanum á á taugum  þar til Strúna segir má. 

Í kílómetravís þær síðan kaupa rándýr ver til að klippa nið´r í oggulitla búta

Þær reyna svo að púsla þessu saman sikk og þver en það sáralítill möguleiki er. 

Svo stæra þær og masa hversu stórkostlegt það sé ef þær stykkjum geta komið aftur saman.

En greinilegt er samt að mesta gleði láta í téþegar gefur Strúna flokknum matarhlé. 

En með bútasaumaveiki fylgir hvorki kvöl né sárog þær kátar virðast una meðferðinni.

Nema á stöku hvarmi mögulega glitti í gleðitárþegar grúppan hittist aftur næsta ár. Tra la la

 


Sumarbústaðaferð

Skellti mér í sumarbústð með bekknum mínum á mánudag. Það er svo gamana ð vera með þessum krökkum. Það er líka svo gott fyrir móralinn að vera með þeim annarsstaðar en í kennslustundum.

Ein mynd af þessum frábæru krökkum

Kv

Anna Magga

Bústaður haust 2008 112 


Laufskálarétt

Ákvað að skella mér í Laufskálarétt. Ætlaði ekki þegar ég fór af stað um morguninn. Ég var að koma úr Hrísey. Ég var á Akureyri með fyrirlestur um þróunarverkefnið mitt. Fór svo í Hríseyr tila ð hitt hana systur mín og ekki síður guðdóttur mína hana Önnu Maríu. Jóhanna ákvað að fara og ég var að koma frá Akureyri og ákvað því að koma við og fá knúsið mitt. geri allt til að fá knús sem allra oftast. Ég var ekki alveg klædd í samræmi við tilefnið en það kom ekki að sök enda fínt veður á meðan ég stoppaði. Við Jóhanna eignuðumst vin. Hann var algjör knúsari enda féllum við báðar fyrir honum. Nokkrar myndir líka af guðdóttur minni. Eftir Laufskálarétt fór ég á Krókinn og fékk knúsið mitt þar. Dásamleg börn sem ég á.

Nokkrar myndir

Kv

Anna Magga

 

Akureyri 26 sept 2008 006Akureyri 26 sept 2008 008Akureyri 26 sept 2008 010Akureyri 26 sept 2008 016Akureyri 26 sept 2008 017Akureyri 26 sept 2008 022Akureyri 26 sept 2008 024


Gjafirnar góðu

Ég fékk alveg frábæra gjöf í gær. Hún beið mín þegar ég kom heim í hádegismat. Elli í næsta húsi samdi eftirfarandi og sendi mér:

Þú eyja drottning dásamleg

þig dreymir enn um þorið,

alltaf heil og hugguleg

þú heilsar eins og vorið

 

Þú átt fagran framaveg

fóstran góð um veginn.

Hjá þér lifa ljós við veg

og liljur beggjamegin.

Er ekki dásamlegt að eiga svona nágrana? Takk fyrir Elli.

Í gærkveldi komu svo Bútoskonur og færðu mér innflutningsgjöf. Gjafabréf frá Kaupþing banka. Er ekki um að gera að nota það strax. Rýrna peningar ekki með hverjum deginum? Vantar held ég ekkert í húsið þ.a. ég ætla að kaupa eitthvað fallegt handa mér!

Ég fór aðeins í Laufskálarétt á laugardaginn. Myndir næstu daga af því.

Kv

Anna Magga


Bekkurninn minn í heimsókn

Bekknum mínum langaði svo að sjá húsið mitt og ég var búin að ákveða að bjóða þeim í heimsókn fyrr en seinna. Lét svo verða að því í síðustu viku. Bauð upp á skúffuköku og kók. Frábærir krakkar. Nokkarar myndir.

bekkur í heimsókn 003bekkur í heimsókn 004bekkur í heimsókn 005bekkur í heimsókn 006bekkur í heimsókn 008

Góða nótt

Anna Magga

P.s. Segi ykkur frá gjöfunum sem ég fékk í dag næst. Vonandi á morgun en þarf að fá leyfi til að segja frá annarri þeirra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Margrét Valgeirsdóttir

Höfundur

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Lífsglöð, móðir þriggja frábærra barna,  dóttir, systir, guðmóðir, grunnskólakennari, vinur, húseigandi, vespueigandi og örugglega eitthvað fleira. Listinn er ekki í mikilvægisröð. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Bílskúr flísaður smárabraut 009
  • Bílskúr flísaður smárabraut 001
  • Húnavaka Skreytingar 013
  • Húnavaka Skreytingar 020
  • Húnavaka Skreytingar 018

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband